Tíminn - 11.02.1874, Blaðsíða 7

Tíminn - 11.02.1874, Blaðsíða 7
15 $vo mikill, að svo var sem eldi eða loga slæi á lopt upp fjöllum hærra, og varaði nokkra stund. TVú lögðust menn þessir til svefns. Morguninn eptir rjeru þeir til flskjar, og námu þar staðar á miði, er Hagabær var í stefnu við Iirossahnjúk; litlu fyrir dag sáu þeir aptur glampa eða eld í svipaðri eða sömu átt, en miklu meiri en kveld- inu fyrir, bæði meiri um sig og miklu hærri í lopt upp, en svo virtist, sem vindur stæði á log- ann af vestri, því logann lagði mjög til austurs; þegar lína er dregin á uppdrælti íslands, frá Haga yflr Iírossahnjúk, bendir hún norðan við Horn- strandir». (Eptir «Nfara» 12. ár 1873, nr. 51-52). — Austanpósturinn kom hingað loksins að aust- an hinn 9. þ. mán., eptir langa útivist sökum ill- viðra og ófærðar er hann hreppti á leiðinni. — (Aðsent). þegar menn sjást fullir á götunum á kveldin í Ameríku, eru þeir óðara telcnir, af kvaða sauða húsi sem peir eru, settir inn og síSan nauðrakað af peim hár og skegg, áður enn út er hleypt. Slíka röggsemi og árvekni, ættu Reykjavíkur pólitíin að sýna öðrum eins köllum, pví eigi væri ó- líklegt, að krúnurökuðum köllum pækti skömm að láta sjá sig næsta daginn eptir, og í annan stað mundi þeim kólna á kjönnunum, að ganga milli góðhúanna, sem þeir dýrka. — í fáum vísindagreinum eru íslendingar eins snauðir af bókum, og í sjónarleikjum, því eigi eru utan 10, sem á prent hafa komið í þeirri grein, eða sem heyra undir þá, og mundi eigi einstöku lesendum «Tímans», þykja ófróðlegt að þekkja þá að nafninu til. Hið f y r s t a leikrit eru: Sumargjaflrnar, 2. Góð börn eru foreldranna bezta auðlegð, f «Kvöldvökum» Hannesar biskups Finssonar. I.—II. p., Leirárgörðum 1796—97, sem er bók, en ekkert blað eða tímarit. 3. Hrólfur, (eða Auðunn lögrjettumaður er svo var fyrst nefndur) leikinn fyrst í Rvík 1814. 4. Narfi, bæði eptir Sigurð Pjetursson, sýslum. 5. Brandur, eptir Geir Vídalín, biskup, öll þrjú prentuð saman í Reykjavík 1846. 6. Kvöldváka í sveit. Reykjavík 1848, og 7. Bónorðsförin. Rvík 1852, bæði eptir sjera Magnús Grímsson. 8. Útilegumennirnir. Rvík 1864, eptir sjera Mattías Jokkumsson. 9. Gandreiðin. Kmh; 1866, eptir B. Gröndal. 10. Nýárnóttin. Akureyri 1872, eptir slúd. Ind- riða Einarsson. það er nú orðið mörgum hjer nærlendis kunnugt, að í veturhefur verið haldinn sunnudaga- skóli hjer í bænum að tilhlutun iðnarmannafjelags- ins í Reykjavík, og hafa f honum leitað lilsagnar fleiri en svo, að með góðu móti hafi verið hægt að veita þeim tilsögnina eins vel og vera skyldi, því þó skólinn hafi haft góðan vilja, vantar enn flest af gögnum og áhöldum sem hann þyrfti með, t. a. m. dálítið safn af bókum o. fl. sem til kennslu þeirrar heyrir, er þar á að vera höfð, og sem, eptir þvi sem ástendur hjá oss, mundi geta orðið að sannarlegum og heillaríkum notum, ef ekki vant- aði krapta til að halda henni áfram og efla hana. Til þess að skóli þessi ekki kulni út nú þegar í byrjun af einberu efnaleysi, leyfum vjer oss að skora á þá af bræðrum vorum, er hlynna vilja að menntun og andlegum framförum þeirra sinna bræðra, er fæst föng hafa til að efla sjer mennt- unar, — og það eru ávalt verkamennirnir er svo eru settir — að leggja fje nokkuð til eflingar þess- um sunnudagaskóla; og jafnframt því að vjer þann- ig heitum á drengskap almennings, finnum vjer oss skylt að votta það þakklátlega, að landshöfð- inginn, herra Hilmar Finsen, hefur alveg ótilkvaddur gefið skólanum 10 rd. janfnskjótt og liann vissi að kennsla var byrjuð í honum; getum vjer því þessa hjer, að vjer finnum í þessu koma fram frá hans hálfu hinn sama velvildarhug, sem hann svo opt áður hefur sýnt iðnaðarmannafjelagi voru, og rækt við allt það er að nytsemi og fram- förum lítur, og þar á meðal verður ávalt fremst upplýsing og menntun alþýðu. Vjer biðjum alla þá, sem að dæmi þessa vors góðkunna höfðingja vilja styrkja skólann með til- lögum sínum, að koma þeim til einhvers af oss, sem ritum nöfn vor hjer undir, og munum vjer þakklátlega veita þeim móttöku, hvort sem þau eru

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.