Tíminn - 25.03.1874, Blaðsíða 3

Tíminn - 25.03.1874, Blaðsíða 3
23 fje sitt, og láta sjer vera annt tim fjárræktina ; svo það er ekki tii neins að vera að telja mörin- um trú um, að bráðafárið komi af vondri meðferð á fjenu nema til að auka á skapraun manna; og og það gjörir menn miður þakkláta fyrir annars velmeint ráð, þegar óheppileg og ósönn ámæli fylgja þeim. Bráðafárs bæklingurinn sem fyrr var nefndur, er nú meðal bins betra í þessu tillili yfir höfuð að tala. En þar sem höfundur hans minnist á kláðan, getur hann ekki að sjer gjört að sveigja heldur að mönnum, sem hann hefði betur látið ógjört, Hann hefði betur sleppt því, að bregða niðurskurðar mönnum um »kláða vingl«. Menn voru búnir að fyrirgefa honum kláðavillu hans, og vonuðu að reynslan væri búin að sýna honum til hlytar, hverjir betur náðu tilgangi sínnm, að útrýma kláðanum; þeir, sem skáru niður eða svo nefndir lækningamenn, sem víst eiga ekki allir það nafn skilið, þar sem þeir eiga en kláðan ólækn- aðan eplir því nær 20 ára stríð við hann, með ærnnm kostnaði; og en nú ósjeð, nema ný vand- ræði geti af honum flotið. Og hann hefði betur slept því, að segja, að Snnnlendingar í mörgnm greinum hafi meir trassað fjárrækt sýna. eptir niðurskurðin. þelta kann að eiga sjer stað á kláða- svæðinu, en að því leiti, sem meint virðist til hinna, get jeg fillilega borið það til baka, því það er þvert á móti, jeg hefi um mörg ár verið kunn- ugur hjer syðra, einkum á hiuu svo nefnda nið- urskurðarsvæði : Hreppunum og Skeiðunum, því jeg var hjer opt á ferð á yngri árum mínum og veitli jeg fjárræktinni eptirtekt; sýndist mjer henni í ýmsu tilliti ábótavant, þó sá jeg þess vott, enda áður en kláðinn kom, að hún var heldur á fram- faraveigi; þó var það fyrst, eptir að hinn nýji fjár- stofn, var fengin, sem hún batnaði að verulegum mun; þá voru byggð ný fjárhús betri, en hin fyrri; fjeð var betur fóðrað, hrútar betur valdir o. fl. og það voru víst margir, sem ásettu sjer, að fylgja ráðum og reglum norðlendinga, að hugsa meira um arðsemi fjárins, en höfðatölu. Er ekki ieið á löngu, áður bráðafárið hindraði þetta góða áform þeirra, með þeim hætti, sem að framan er bent á. Áður en kláðin kom, hafði fárið verið hjer um full 50 ár, og leigið freklega i landi á sum- um bæum, áraskipti að því á öðrum, en sumstað- ar kom það ekki að mun. Nú er það orðið miklu almennara og útdreifðara, en þó er það eptirtekta- vert, að enn er það hvað verst á öllum hinum sömu bæum er það var í fyrstu. Margir hafa haft þá skoðun að fyrir góða fjár- rækt Þingeyinga hafi minnst borið þar á fárinu ; þetta hjelt jeg líka. Jeg er nppalin við fjárhyrð- ing f’ingeyinga, og jeg taldi víst, ef þeirra regl- um væri fylgt hjer syðra, rnundi fárið verða væg- ara. Jeg hef nú búið hjer á suðurlandi nokkur ár, og fylgt minum norðlenzku reglum við alla fjárhirðingu, að því er framast getur átt við hjer, en þó er fárið hjá fáum verra, en mjer enda kvað ábýlisjörð mín hafa verið ein af hinum vestu pest- arjörðum, síðan fárið kom fyrst í Árnessýslu 1823. Eingin má taka svo orð min, að jeg ekki vilji að menn leytist við að bæta fjárrœlctina, en jeg vildi sýna fram á það, að bráðafárið er helzt til fyrirstöðu, og það þarf fyrst að útrýma því. En því miður óttast jeg fyrir, að það vinnist ekki með þeim meðulum, sem fram hafa komið til þessa; jeg veit til að þau hafa verið reynd og reynst brygðul, nema hvað karboliksýra má heita iýtt reynd enn. Komi ekki bráðum fram eitthvert óbrygðult ráð við fárinu, heldjeg þjóðvinafjelagið eða stjórn þess ætti að taka sig fram um, að útvega hingað góðan dýralækni, sem dvelji hjer í hið minsta. 4 6 mánuði eða fyrri part vetrar, og hafi aðsetur þar sem fárið er vant að vera vest. Hann ætti að kynna sjer sem bezt alla meðferð fjárins, og taka sem bezt eptir öllu ásigkomulagi, landslagi, loptslagi, og skoði alt, sem nákvæmast í sambandi við fárið og aðferð þess. Mætti skje að honum með því tækist, að uppgötva orsakir fársins, og þá væri von um, að við því mætti gjöra. I’að er auðvitað að slikur maður er vand- feingin, því hann þarf að vera vel að sjer og æfður í rnent sinni, og ekki sízt náltúraður fyrir sundfjárlcekningar, hraustur og Jjettfœr áhuga- mikill og velviljaður.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.