Tíminn - 25.03.1874, Blaðsíða 5

Tíminn - 25.03.1874, Blaðsíða 5
25 þykktum samkomanna til tálmunar, þá ættu menn eigi að telja eptir sjer að sækja haustfundi (eða þó síðar væri), til þess að reyna að hrinda því í lag, eða gjöra samþykkt um annað þjóðfrjálslegt og nytsamlegt minningarfyrirtæki. Að minningarár þetta geti orðið hátíðarár, minnilegt í sögu ættjarðar vorrar, er komið undir áhuga vorum og ættjarðarást, og stillilegri, skyn- samlegri og alvarlegri framtakssemi. Vel sje ætljörð vorri og öllum þeim, er henni unna og aðduga! Ritað á f’orra-þrælinn 1874. Húnvetningur. — Þegar vjer lásum blaðið »Norðanfara» Nr. 51 — 52 f. á. er hingað kom með sendimanni frá Akureyri, þá datt oss í hug þessi staka, sem eitt sinn var kveðin um sama blað: «Öllu saman ægir hjer, illu og góðu sýnist mjer, rekur mig í roga- stanz, á ruslakistu norðurlands». Já það má með sanni segja, þó bágtsjetil að vita, að blaðið eins og það er nú, er sannköllað ruslakista, því þó margar ritgjörðir sjeu góðar í því, þá er aptur á hinn bóginn svo mikið af því Ijelega og nærri því að segja óþokkalega, að það ber mikið meira á og stingur meir í augun. Eitt af því er vjertelj- um til þessa, eru hin tvö kvæði, um Dr. Hjaltalín, þá vjer lásum vísur þessar, þá rak okkur í roka- stanz að ritstjórinn skuli taka siíkan óþverra í blað sitt, þvi bæði eru vísurnar illa úr garði gjörð- ar að kveðskap og efni, einkum þær síðari, og svo íinnst oss alveg ótilhlýðilegt að yrkja slíkar níð- eða háðvísur um þann mann, sem að mjög mörgu leyti á hið mesta lof skilið af löndum sín- um, sem hefur gjört sjer hið mesta far um, bæði í ræðum sínum og ritum, að benda landsmönnum á ýmislegt það, sem gæti komið þeim til beztu nota ef þeir vildu hagnýta sjer það; og sem lækni þekkja hann allir, hans óþreytandi starfssemi og hinn mikla lærdóm er hann hefur aflað sjer í þeirri mennt. Vjer þykjumst ganga að því vísu, að höfundur vísnanna hafi kveðið þær svo sem í hefndarskyni við doktorinn fyrir það, að hann var einn í minni hlutanum í stjórnarbótarmáli voru á alþingi; vjer verðum reyndarað játa, að vjer hefð- um heldur viljað sjá hann í meiri hlutaflokknum, því hvar sem herra Dr. Hjaltalín er, þá er hann öruggur og traustur liðsmaður, oggjörir sjereng- an mannamun, hvort hann á við stjórnina eða landslýðinn, það hefur hann svo opt sýnt í ýms- um málum á þinginu. Eptir voru áliti hafa marg- ir komið ver fram í þessu máli en Dr. Hjaltalín, og hefði höfundinum verið nær að snúa sjer að þeim, fyrst hann endiiega vill Iáta Ijós gáfna sinna skína fyrir mönnum í þessum búning, en ham- ingjan veit, að þær koma þarna fram í tötrum. Að endingu viljum vjer áminna herra ritstjóra Norðanfara um, að hann framvegis vari sig á, að taka slíkan óþverra í blað sitt, sem er því og öllu landinu til ævarandi ósóma; og höfundinum ráð- leggjum vjer að spreyta sig á einhverju öðru yrk- isefni, sem gæti vakið fegurðartillilfinningu hjá landsmönnum, því vjer erum þess fullvissir að hann gelur gjört betur, ef hann vill það svo við hafa. -------------- 155. (Aðsent) Höfundur greinarinnar í 2. ári Tím- ans 21. blaði hefur ekki ögn sannfærzt af þeirri gorgeirshryðju, er einhver E. Þ. ryður úr sjer í þjóðóifl nr. 19 —20 þ. á. Hver neitar að hjer hafi verið mikið gjört? Tilgangur greinarinnar var ekki að lasta það, sem hjer hefur verið vel gjört, heldur að mótmæla röngum ákúrum og leiðrjetta ástæðulaust hól, um það er miður fer vel. Mann getur sannarlega sundlað þegar maður heyrir hann telja upp öll dásemdarverk veganefnd- arinnar1; því lætur hann ekki lokræsin vera þakin með stórum marmarahellum og sedrusviði frá Libanon, það væri samboðið hans sannsögli og »rjettlætistilflnningu«, því sá maður hvorki »rang- færir«, nje segir það satt sem rangt er. Megum vjer samt spyrja E. Þ. þarf að færa ástæður fyrir því, að kirkjugarðsvegurinn hafi getað verið hlykkja- minni, sjá það ekki allir að óþarfahlykkir sjeu á honum, hjá syðsta húsinu og víðar; hitt þurfti hann ekki að fræða neinn um, að vegurinn er mikið bogadreginn, en þó er ekki þvf að heilsa að hann sje í jöfnum boga, og það mátti vafalaust laga þetta meir en gjört var. Vjer sjáum hann gleður sig yflr að vegurinn sje vel »viðunandi«, og 1) paí) var tillo heldur meint til hennar eu bæjarstjírnar- innar, þó húf. eigi skilji þab og blandi neiuduuuin sam- an.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.