Tíminn - 25.03.1874, Blaðsíða 7

Tíminn - 25.03.1874, Blaðsíða 7
27 þvi bezta, og meira og minna blandað) 1 rd. pnd. en óbrennt 4 mrk 8 sk., brennivín koslar nú 32 sk. potturinn og svona fram eptir þessu........... Nú er verið að prenta íslenzkan Kalender, sem er ætlaður til að fylgja með Almanakinu, þar í eru allir merkisviðbnrðir á íslandi og áhrærandi ís- land. Kalenderinn átti að fara með þessari póst- skipsferð, en varð ekki albúinn. Jón Sigurðsson hefur samið hann og gefur út. . . . Sagt er að krónprinzinn okkar og prinzinn af Wales (krón- prinzinn af Englandi) muni ætla að koma tll ís- lands í sumar». •— Eptir «Skandinaven» er út kom 20. Janúar 1874, yflr 3 mánuði 1873 — júlí, ágúst og sept- ember — komu inn í Bandaríkin frá Norðurálf- unni 38,693 karlmenn og 29,970 kvennmenn. Á ferðinni dóu 77 (karlmenn 40 og kvennmenn 37) Af þessum hingaðfluttu «Emígröntum» frá Englandi . . . 15,399 — írlandi . . , . 13,190 — Skotlandi . . . 2,791 — Wales . . . . 257 — Úýzkalandi . . 24,381 — Auslurríki . . . 936 — Svíaríki . . 2,139 — Noregi . . . . 2,022 — Ðanmörk . . 525 — Frakklandi . . . 1,740 — Schweiz . . 640 — Spáni . . . . 92 — Ítalíu . . . . 1,029 — Hollandi . . 857 — Prússlandi . . 1,208 — Pólen . . . . 581 — Ungarn . . . . 313 Og á sjónum fæddust 29 Um íslendinga er ekki getið, er munu hafa verið um 300, og eru þeir víst taldir með Norðmönu- um. (Aðsent). Smávegis frá eynni «Psychros». Hinn «stórvirknasti» eyjarskeggi, er sagt að hafl í reikninga sína, uió, kerti og eldivið, þykja þeir verða við það gleggri og greinilegri; til sæl- gætis í veizlum: auglýsingar og sóda. Póstleiðin hjá honurn með pakka, liggur í gegnnm skorsteina sem ekið er á hjólbörum. Hátíðahettan er sett ósamkynja tölum og útslitnum ceum. (Sjá Tremarecs Ileisebeschr. ÝMISLEGT INNLENT. — Úr brjefl af ísafirði 24. f. m. «Hjerna er mikill harðinda vetur, ísinn heflr legið hjer síðan rjett eptir nýár og enginn dráttur hefur fengistúr sjó síðan þann tíma og lítur út fyrir hin mestu harðindi yfir höfuð. Hjer ganga mikil veikindi og það helzt taugaveiki*. . . Skipskaði varð rjett fyrir jólin í Súgandaflrði. Var formaður á skip- inu Brynjólfur í Bæ og drukknuðu 9? menn með honum». — Úr brjefi af 7. þ. m. úr Gnúpverjahrepp. «Hjeðan er fátt gott að frjetta, heyskortur er mjög almennur, tíðin umhleipingasöm, síðan að hún breyttist, einlægar smáhlákur sem enda með krap- snjóum, hjer til fjallanna svo það hefur orðið hag- laust 1—3 daga, en ekki lengur hjer var lógað miklu af heyjum, en hætt við of litlu hjá sumum». — MANNALÁT. Sira Guðlaugur Sveinbjarnar- son, seinast prestur til Hvamms í Norðurárdal og Norðtungu í þverárhlíð, er nýdáinn. Vígður 1815. — Þá er spurðist hinn sorgarlegi atburður í. þ. mán. er getið er um í 5. blaði «Tímans» hjer á undan, var þetta hugleitt: 1. Hví skyldum vjer eigi hryggðar við fregn er harmsærðum bera verður um megn, viknuðu hjarta, sem horfandi á harðan og sviplegan atburð, svo tjá: liknaðu guð, þeim sem líða? 2. Honum því einum er huliðsmál Ijóst hjartans og kunn þögul andvarp sem brjóst sært lætur upp stiga’ að hásæti hans, í hendi sjer gjörvöll er kjör geymir manns og líknsamast börn sín við breytir. 3. Vjer getum samhryggst, en megnum ei meir, meðbræðrum vorum, er líkt reyna þeir, guðlegur máltur og eilífðin ein

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.