Tíminn - 25.03.1874, Blaðsíða 1

Tíminn - 25.03.1874, Blaðsíða 1
Verð blaðsins (12 arltir) árg. 4 )L Fyrri hlutinn greiðist fyrir lole marzm., en síðari hlutinn fyrir útgöngu júlí- mánaðar 1874 til ábyrgðar- mannsins. 3. ár. itsmiwSo „Tímans í straumi stöndum, sterMega sem oss ber“. Tleylejavík, 25. marz 1874. Auglýsingar verða telenar í bl., fyrir 3 (í smáleturslínan, en 2 /3 stcerraletursl. Parfleg- ar ritgj. til almenningsheilla verða borgaðar eptir sam- leomulagi við ábyrgðarm. 6.-7. blaðT — Póstskipið «Diana» skipstjóri J. U. A. Holrn, kom hingað loksins 22. þ. m. kl. 5 e. miðd. eptir 22 daga útivist, með því komn þessir farþegar: Jón Guðmundsson ritstjóri jþjóðólfs, Oddur V. Gíslason kandid. theol., Matth. Jokkumsson síðast prestur til Iíjalarnessþinga, Jón Stefánsson verzt- unarstjóri, Markús Bjarnason er numið hefur sigl- ingafræði bæði hjer og erlendis, og stúlka hjer úr Reykjavík. — Sjerlegra líðinda er ei getið, veturinn hafði verið einmuna góður, bæði í Danmörku og víðar. Matvara og kaffi er sagt að sje í mjög háu verði. — Eigi var rektorsembættið enn veitt, og er sagt að kennslustjórnin hafi gefið Jóni Sigurðssyni lofun fyrir veitingu, en hann ýmsra orsaka vegna muni afbiðja veitingu embættisins. — Steingrími Thorsteinssen, er veitt kennara- embættið við lærðaskólann. — STJÓRNARSKRÁ um hin sjerstaklegu mál- efni íslands er útkomin 5. janúar þ. á. og nær hön lagagildi 1. dag ágústmán. næst komandi. — Enn fremur eru komin út nokkur önnur nýlaga- boð og eru þau þessi: 1. Auglýsing til íslendinga, dags. 14. febrúar þ. á., sem birtir að stjórnarskráin sje út komin. 2. Auglýsing 29. desemb. 1873 um hina nýju gullpeninga að þá megi hafa sem gjaldgenga frá 1. janúar þ. á. 3. Tilskipun 5. janúar þ. á. um að landshöfðing- inn geti ákveðið hegningu fyrir minni háttar yfirsjónir sem fangar þeir, er dæmdir eru í begningarhúsið í Rvík verða sekir í. 4. Tilskipun frá s. d. um hlunnindi fyrir spari- sjóði á fslandi. 5. Tilskipun 14. febr. þ. á. um ábyrgð fyrir elds- voða ( Reykjavík. 6. Tilskipun 28. febr. þ. á. um að öll hegning- arvinna er menn eru dæmdir í eptir hegning- lögunum. skuli frá 15. ágúst útteknar í hegn- ingarhúsinu í Reykjavík. 7. Tilskipun s. d. um hvernig út taka skuli hegn- inguna í hegningarhúsinu í Reykjavík. — Vestanpósturinn kom hingað að kveldi dags 15. þ. mán. og norðanpósturinn 20. s. m. I brjefum er bárust með þeim hvervelna að, má lesa, jarðbannir, harðindi, rosa og illviðri með stormum, frosthörkum og ísalögum víðsvegar um land. Ofsaveður gengu í Múlasýslunum í desem- bermánuði f. á., fuku þá skip, hjallar og 1 timb- urhús fór um koll á Seyðisfirði og annað reif til stórskemmda. Aptur kom annað ofsaveðrið á Austfjörðum 11.—12. jan. þ. á. í því veðri fóru um koll, og molbrotnuðu kirkjurnar á Berunesi og Beruíirði. Þessa daga urðu frostin mest ( norðurlandi, 24° t. a. m. á Jökuldal. 2 menn urðu úti á Dimmafjallgarði í hríðunum um sömu mundir. — Hafísinn sást hvergi fyrir norðurlandi þá pósturinn var á hingaðferð sinni. — Verðlagsskárnar fyrir árið 1874 —1875, hafa stiptsyfirvöldin samið fyrir Borgarfjarðar, Gull- bringu og Kjósar, Árnes, Rangárvalla og Vest- mannaeyjasýslur samt Reykjavíkurbæ, og er með- alverð allra meðalverða hver alin á 2tí,3 sk. í Austur- og Vestur - Skaptafellssýslu 26,7 sk. í ísafjarðarsýslu og ísafjarðarkaupstað, 30,s sk. í Mýra, Snæfellsness, Hnappadals og Dalasýslum 29,8 sk. Og fyrir Barðastrandar og Strandasýslur 29,i sk. — Jafnaðarsjóðsgjaldið fyrir árið 1874, er á- kveðið í suðuramtinu 18 sk. og í vesturamtinu 16 sk. af hverju tíundarbæru lausafjárhundraði. — Alþingistollurinn þ. árs er l8/io skilldins af hverjum ríkisdal jarðaafgjaldanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.