Tíminn - 25.03.1874, Qupperneq 4

Tíminn - 25.03.1874, Qupperneq 4
24 Það er ósk mín að sem flestir þjóðvinir vildu ræða mál þetta í blöðunum. Haga í Gnúpverjahreppi 6. janúar 1874. A Benidiktsson. fjÓÐHÁTÍÐIN í ÁR. (Bending). Um leið og vjer íslendingar á minningarári þessu um þúsundára bygging ættjarðar vorrar rninnumst »feðranna frægu*, er af ást til frelsisins fyrirljetu óðul sín og eignir, til þess að njóta þess áþess- um afskekkta og kalda, en þó tignarlega og sælu- auðga hólma, er vjer byggjum, — þá ættum vjer að gjöra allt það er vjer framast megum eptir efn- um vorum og öðrum atvikum til að efla frelsi vort og framfarir, og reisa oss og forfeðrum vor- um þannig frægilegan minnisvarða í sögu lands vors. En til þess eru nauðsynlegar smærri og stærri samkomur og samtök. Aðalsamkomu æltiað halda á Þingvelli eigi síðarenn 2. júlí og um sama leiti, eða stutt á eptir, ættu að framfara hátfðar- höld þjóðlyndra manna í Ingólfsbæ. Nokkru áður, t. a. m. í byrjun júním. ætti að halda sýslu- samkomur, til að undirbúa aðalsamkomuna með uppástungum og góðum tilllögum. þá koma kirkju- samkomurnar á messudag hins rangláta ráðsmanns 2. ág. sem stjórnin hefur verið svo hugulsöm og hnyttin að kveða á um, og í sambandi við þær, eða litlu síðar (næstu daga) ættu að vera sveita- samkomur (sóknarsamkomur eða hreppasamkomur, eða hvorttveggja eptir því sem til hagar), og mundi þá víðast orðin kunn stefna aðalsamkomunnar við Öxará, er gæti verið sveitarsamkomum til fyrirmyndar, eptir því sem við ætti. Enda hvert heimili, eða 2—3 heimili í sameining, ætti að taka sjer hátíðisdag í minning Ingólfs og áa vorra. Einnig ætti hvert íslenzkt fjelag sem er, að gjöra einhver hátiðleg afbrigði eptir efnum og atvikum, og umfram allt að kappkosta að endurnýjast til þjóðlegri og betri skipunar. Því skal og kastað fram, hvort Norðlendingar eigi raundu finna ástæðu til að hafa sjerstaka fjórðungssamkomu eða um- dæmissamkomu fyrir sig, með því að Norðurland hefur ýmislegt út af fyrir sig, t. a. m. prentsmiðj- una, og margs sjerstaklegs að minnast. Ætti sú samkoma þá að vera á Akureyri, og mætti eigi koma í bága við hinar aðrar samkomur. Mark það og mið, er þessar minningar sam- komur hefði, ætti að vera það að eyða deyfð og drunga ófrelsisins, en efla frelsi og framfarir þjóð- arinnar, og stofna eitthvað minnilegt, er lengi megi uppi vera og bera árangur um ókomnarald- ir, með því að hafa samtök um eitthvað þjóðlegt og nytsamlegt fyrir hverja sveit, hverja sýslu, og einkanlega fyrir allt landið. Má nefna til dæmis (smærri eða stærri) samtök lil verzlunarframfara, til búnaðarframfara og iðnaðar framfara, til að taka upp almennar þjóðlegar skemmtanir og í- þróttir í sveitum og hjeröðum að dæmi feðra vorra, til að reisa þjóðlegar menntunarstofnanir fyrir alþýðu manna og ef til vill konur sjerstak- lega, til að koma á sveitarómagastofnunum eink- um uppeldisstofnunum), til að taka upp almenn- an þjóðbúning karla sem kvenna, og lil hvers ann- ars sem kann að sýnast þjóðlegt og fagurt og frjálsrænlegt, eptir því sem til hagar á hverjum stað og framkvæmilegt þykir eptir beztu manna ráði. Enginn ætti að vera kosinn eða kvaddur sjer- staklega á samkomur þessar, því verði menn eigi svo ósjerplægnir að vilja sækja á þær kauplaust, þá er lítil von um einlægar og ósjerplægnar til- iögur, og þá mætti þær eins vel fyrirfarast. En forgöngumenn þar, til að tiltaka samkomudag og kveðja almenning til þeirra. Til aðalsamkom- unnar á tingvelli ætti að kveðja einhver góður drengur og þjóðlyndur í Reykjavík, og mætti ef til vill vænta þess af þjóðvini, er fyrstur varð til að vekja máls á þjóðhátíðarhaldi í blöðunum. Sýslumenn eða alþingismenn, eða ef þeir eru drumblyndir, þá aðrir beztu menn sýslnanna ætti að kveðja menn á sýslusamkomur og ákveða stað og dag. En hreppstjórar, prestar, eða skorti þá þjóðlyndi, áhuga eða kjark til þess, þá góðir og frjálslyndir bændur, ælti að kveðja menn á sveit- arsamkomur. Og ef umdæniasamkoma væri hald- in fyrir Norðurland, ætti einhver góður Norðlend- ur á Akureyri (t. a. m. ritstjóri Norðanfara) að gangast fyrir henni. Ef einhverjir viðburði kæmi fram síðar á ár- inu, er eigi væri hægt fyrir að sjá, t. a. m. ein- hver valdboðinn rjettarspillir, er gæti verið sam-

x

Tíminn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.