Tíminn - 25.03.1874, Blaðsíða 8

Tíminn - 25.03.1874, Blaðsíða 8
28 allæknað getur hið þungbæra mein, er foreldra góðkunna grætir. 4. Heimurinn fær þeim ei huggun þá veitt hjartað sem girnist af söknuði þreytt, drottni því leita að hugsvölun hjá, er heim til sín börn þeirra tók og þeir sjá aptur í eilífri gleði. Br. Oddsson. (Aðsent). Einmánaðarsamkoma eða «Heitdagur Eyflrðinga», var fyrst samþykktur og haldin á Grund í Eyjaflrði 1477, og skrá samin hvar i var heitið að gefafátækum ölmusur, haldabeturenáður drottins daga og helgar tíðir, í nafni allra helgra manna, til árs og friðar, svo þeim ógnunum af ljettu er þá yflr- gengi. Skrá þessi og heit hjelzt óbreytt til 1562, þá hann var aptur haldinn 19. marz en skráinnvar breytt eptir siðabótinni og aftekin þau pápisku heit; næst var hann haldinn 1633 og önnur ný samin. Og seinast var heitdagurinn haldinn 26. marz 1726, og skránni breytt; væri eigi ófróðlegt að eitthvert blaðanna vildu prenta þær; að sjá huxunarhátt manna á því og því tímabili. Aldrei var heitdagurinn upp á boðinn af konungi nje staðfestur, heldur var hannfrjáls samkoma hjeraðs- manna er sóktu hann á milli Glerá og Varðgjár í Eyjafirði. Ætti nú ei vel við að í vor væri haldin lík samkoma ( ýmsum hjeruðum landsins, til að undirbúa þjóðhátíðina og vinna einhver heit land- inu og þjóðinni til framfara og sóma í minningu þjóðhátíðarinnar. Df. Rn. b. — Porcelínsnámurnar á Reykjanesi hefur kand. Oddur Gíslason selt J. Walker kaupmanni í Aber- den, og ætlar hann að senda skip í sumar til að flytja ýms áhöld til vinnunnar í námunum. — Hin «Nýju Fjelagsritn eiga nú, að sagt er, að hverfa til “|>jóðvinafjelagsins», er hefur tekið þau að sjer ásamt skuldum þeirra og rjettindum. — Meiðyrðamál biskups P. Pjeturssonar, gegn ritstjóra Olafi Lopthus, var dæmt 18. nóvbr. f. á. fyrir bæjarþingi Björgvinar kaupstaðar þannig: Að öll óviðurkvæmileg orð um sækjandann skyldu dæmd dauð og marklaus, og ritstjórinn gjalda 20 spd. í sekt til ríkissjóðsins, en sækjanda 18 spd. í máls- kostnað. SMÁSÖGUR. — Læknir nokkur fór á dýraveiðar, og þegar hann kom heim um kveldið kvartaði hann yflr því, að hann engu hefði banað þann dag«. tað kem- ur til af þvi að þú varst ekki heima og gekkst til sjúklinga þinna«, sagði kona hans. — Embættismaður nokkur furðaði sig á því, að skegg hans gránaði fyr en hárið. Þú hefur unnið meira með kjálkunum en með heilanum«, sagði einn af vinum hans. — Hermaður nokkur beygði sig af tilviljun, meðan hæst stóð á bardaganum, en í sama vet- fangi flaug fallbyssukúla yflr hann og tók með sjer höfuðið af þeim manni sem stóð næst fyrir aptan hann. «Sjáðu nú til», sagði hann til þess er næst honum stóð, «menn hafa ekki illt af því að kunna sig vel». AUGLÝSINGAR. — Tvær jarðir hjer í nærsveitunum báðar í meðallagi stórar með nægilegum heyskap og í betra lagi hagbeit og vel í sveit settar önnur hefur hlynnindi af laxveigi en hin nær í önnur smá- hlynnindi, verða fáanlegar til kaups og ábúðar í næstu fardögum. Frekari upplýsingar hjer að lút- andi verðurað fá hjá ábyrðarmanni »Tímans« Páli Eyólfssyni gullsmið. — Vegna þess að svo fáir mættu á hinum fyrsta aðalfundi 'glímufjelagsins 22. þ. m. að kosningu embættismanna varð að fresta, þá bið jeg alla fje- lagsmenn, er því geta við komið, að koma á fund kl. 4. e. m. í húsum herra E. Egilsonar hjer í bænum, þann 29. marz næstkomandi. Sverrir Runólfson Útgefendur: Nokkrir Reykvíkingar Ábyrgðarmaðor: Váll Eyjúlfsson. Prentaííur í preutsmibju íslands. Einar pórbarson.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.