Tíminn - 25.03.1874, Blaðsíða 6

Tíminn - 25.03.1874, Blaðsíða 6
26 eptir því harðla góður og líklega »ekki lagður á skökkum grnndvelli«, en svo er hvert mál, sem virt er, hann hefur víst ráðið aðalstefnunni á syðsta hluta vegarins fram með kirkjugarðinum? í>að er sannarlega »menntandi og verklega fræð- andi stefna« »ekki vanhugsuð«, á þeim hluta, og lýsir frábæru verksviti, vegarbrúnin er lögð minnst 1 alin of nærri, að grindarstólparnir standa víða berir, hver verður nú afleiðingin af þessu, sje ekki rennan færð hið allra bráðasta? t’á snar- ast grindurnar ofan í rennuna, eins og farið er að votta fyrir, en sje rennan færð, þá verður veg- urinn að eins rúmar 4 álnir, sem ætti að vera 8, en mundi þá ekki koma meiri hlykkur á veginn? En er þá E. í\ svo naulheimsknr að halda að hann geti með tómum stóryrðum gjört alla blinda og vitlausa, eða gjört það að sannleik, sem eigi er satt. Vjer rituðum í «Tímanum» af sannfær- ingu, viti og sannleiksást, því hvernig sem þessi E. í\ rekur niður hælana og baðar skönkunum, þá stefnir Öskjuhlíðarvegurinn samt á Bústaðabæ, og það heldur neðarlega, þetta hafa margir at- hugað; vjer biðjum hvern vegfaranda, að íhuga hve langt er frá Bústaðabæ npp að túngarði, og svo frá túngarðinum upp að veginum, mundi það eigi verða 60 faðmar? Oss kæmi eigi óvart þó það yrðu 80. Þenna sannleika var óþarfi fyrir útgef- endurnar að laga í ritgjörðinni; en enginn mun gefa þeim að sök, þótt E. f\ «flytji allt ranghermt út í almenning» og «láti sjer liggja í Ijettu rúmi hvort hann flytur út um landið ósannindi eða sannindi», hver verður að hafa nokkuð lil síns á- gætis. En að ætla sjer að þræta lengur við E. t\, væri óðsmanns æði, þá færi fyrir manni eins og hananum í dæmisögunni, sem fór að þræta við ugluna um, hvort bjartara væri sólin eða tngl- ið, því þótt tunglið sæist ekki lengur fyrir birtu sólarinnar, þá stóð uglan samt á því fastara en fótunum, að tunglið væri miklu bjartara en sólin. Vegfarendur. (Aðsent) í 21. bl. »Þjóðólfs« 21. marz þ. á. stendur grein frá hr. Jóni Sig. Ólafssyni, viðvík- jandi laginu, er prentað var í 2. bl. »Tímans«. Jafnframt þótt jeg sje hr. J. S. Ó. samdóma um það, að rjettara hefði verið, að lag smiðsins hefði verið getið, þegar lagið var prentað, þá get jeg þó alls eigi skilið, að það hafi vald- ið svo frekum misskilningi, sem hann vill telja mönnum trú um, að hafi átt sjer stað út af því að það var eigi gjört. Einkum virðist mjer sú sögn hans »að jafnvel sumir úr söngfje- laginu sjálfu, hafi eignað Jónasi flelgasyni lagið«, vera næsta ósennileg, ef eigi með öllu til- hæfalaus. Jeg vil því stinga upp á þvf, að hr. J. S. Ó. auglvsi það, hverjir þessir »sumir« sje, er hafi eignað J. H. lag þetta, en gjöri hanp það eigi, má hann eigi taka það illa upp fyrir söngfjelaginu, ef það skyldi gruna hann um gæzku i því tiliiti. Einn úr »söngfjelaginu«. (Aðsent) Frá prentsmiðju landsins eru ný komin á prenl: NÝ KRISTILEG SMÁRIT, út- gefandi P. Pjetursson biskup. 2 + 82 bls. 12to. verð: 32 sk. ágóðinn ætlaður prestaekknasjóðnum. Oss íslendinga he.fur vantað hingað til kirkjulegt ársrit, er fræddi menn um ýmsa viðburði í kirkju- sögunni bæði erlendis og innanlands, eins og »Tíminn« drap á í 1. ári 1872, 21. blaði; það á því vel við, að kirkjulegt ársrit hefji göngu sína með þjóðhálíðarárinu, en þó svo bezt, að rit þetta geti haldið áfram, að landsmenn veiti því góðar viðtökur, svo það hætti ei að ári liðnu eins og ársrit prestaskólans 1850 við það hlaut að gjöra, því liggur sjálfsagt margt óprentað af æfisögum innlendra merkismanna andlegu stjettarinnar hjer á landi, er annars mundi vera í margra höndum, eins og »æfi Guðbrandar biskups er prentuð var í ritinu«. — ÚR BRJEFI frá Iimh., dags. 27. febr. þ. á.: «Veturinn hefur verið hjer mjög rigningasamur og valla sjest snjór á strætum eða ís á pollum Nú þykir mjer ætla að fara að vestna með að kemast hjer af, fyrir þá sem fjölskyldu hafa og ekki því belri laun, því þó næsla ótrúlegt sje, þá er allt af verið að hækka verðíð á öllum lífsnauð- synjum t. d. smjör sem borðandi er, kostar nú minnst 52 sk., brennt og malað kaffi (þó ekki af

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.