Tíminn - 15.04.1874, Blaðsíða 1

Tíminn - 15.04.1874, Blaðsíða 1
Tii—rara. Verð blaðsins (12 arlcir) árg. 4 $. Fyrri hlutinn greiðist fyrir lok marznt., en síðari hlutinn fyrir útgöngu júlí- mánaðar 1874 til ábyrgðar- mannsins. 3. ár. „Tímans í straumi stöndum, sterklega sem oss ber“. ReyTcjavík, 15. apríl 1874. Auglýsingar verða teknar í bl., fyrir 3 /3 smáleturslínan, en 2 /3 stœrraletursl. Parfteg- ar ritgj. til almenningsheilla verða borgaðar eptir sam- komulagi við ábyrgðarm. 8.-9. blað. — Fæðingardagur konungs vors CHRISTIANS hins IX. var haldinn hjer af heldri mönnum bæj- arins 8. þ. mán. á sjúkrahúsinu, þar sem for- stöðnnefndin hafði fengið herbergi til þess að halda samsætið í. Eigi voru þar sungin kvæði en júns minni drukkin, að máltíð endaðri var dansleiknr haldinn af samsætismönnum. Að þessu sinni var ekkert hátíðarhald hjá lærisveinum lærða- skólans. — HÚSBRUNI. Amlmannshús það er byggt var upp á konungs kostnað 1783? á Möðruvöllum í Hörgárdal, brann til ösku nóttina milli hins 6. — 7. febr. 1826, en var byggt upp aptur úr steini á þremur árum með ærnum kostnaði og 14000 rd. er Friðrik konungur VI. lagði til þess, er síð- an var kallað oFriðriksgáfao, brann nú aptur nótt- ina milli hins 20.—21. næstliðinsm. (marz) kl. 4—7 varð engu bjargað er inni var, nema litlu einu af rúmfatnaði. Brann þar allt skjalasafn Norður- og Austurumdæmisins, en peningakistan er var úr járni varð eptir með nokkru af skjölum. Amt- maður frelsaðist með fólki sínu úr brunanum, að einum manni fráteknum, er eigi náði útgöngu. — NÝJIR PENINGAR. Samkvæmt peningalög- um 23. maí 1873, skal gull eptirleiðis vera undir- staða undir peningareikningi Danmerkur, en jafn- framt skal hafa silfur og lakari málm til smápen- inga. Reikningseiningin nefnist ltróna og er henni skipt í 100 aura. Samkvæmt þessu verði slegnir peningar þeir, er hjer segir: « 1. úr gulli: a, peningur ergildir 20 krónur, sem jafngildir lOrd. b, — — — 10 - - — 5 — 2. úr silfri: a, peningur er gildir 2 — — — 1 — b, peningur er gildir 1 króna, sem jafngildir 48 sk. c, —-----------------50 aura, — — 24 — d, —-----------------40 —, — — 19 V® — e, —-----------------25 —, - — 12 — f, - 10 - - 4% - 3. úr kopar: a, peningur er gildir 5 —, — — 2% — b, ----------- 2 -, - - 24/25 - c, —-----------1 eyri, — — 12/25 — Peningar þeir er gilda 40, 10, 5 og 2 aura og 1 eyri, eru hjer taldir með þeirra sanna verði gagnvart núgildandi peningum, en nákvæmari regl- ur um gangverð þeirra samhliða hinni eldri mynt, koma hjer á eptir. tað er ákveðið, að þessi nýja reikningsein- ing, ásamt skipting hennar (krónur og aurar) skuli leidd í gildi eigi seinna en 1. jan. 1875, og frá þeim tíma skulu allar skuldbindingar, sem undir- gengizt er að greiða, miðaðar við hina nýju pen- inga, það er hljóða upp á krónur og aura, en eigi ríkisdali og skildinga, og öllum gjöldum, op- inberum eða einstakra manna, sem ákveðin eru í nú gildandi ríkismynt (ríkisdölum og skild.) breytt á þann hátt: að fyrir hvern ríkisdal greiðist 2 krónur — — hverja 48 sk. — 1 króna — — — 24 — — 50 aurar -------_ 12— — 25 —, og fyrir minni upphæðir en 12 sk. greiðist t v ö- f a 111 af aurum við það, sem borga átti í skild- ingum. Á meðan nú gildandi ríkismynt er í gildi, ganga bæði hinir fyrri aðalpeningar og smápening- ar samhliða peningum þeim, er slegnir verðasam- kvæmt framangreindum peningalögum, þannig: að 1 specía gildir 4 krónur 29

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.