Tíminn - 15.04.1874, Blaðsíða 5

Tíminn - 15.04.1874, Blaðsíða 5
33 um kring, en hafa á stundum lítið eða ekkert af helztu nauðsynjavörum, og er ekki langt á að minnast, hverniggekk til í velur með kol og olíu bjer í baenum. og fleira mætti víst telja þessu líkt. En það mætti, ef til vill, fremur álasa lands- mönnum fyrir að þeir kaupa munaðarvörurnar, heldur en kanpmönnum, sem selja þær, jafnvel þótt allur hagurinn lendi hjá þeim síðarnefndu ; en það verður ekki varið, að það er sök kaup- manna, hve illa þeir opt og einatt eru byrgir af nauðsynjavörum. Fleira mætti hjer um segja, en vjer ætlum J»ó í þetta skipti að láta hjer við staðar nema; en skorum fastlega á landsmenn vora, að þeir gæii sín og kaupi sem allra minnst af hinu fánýta glingri kaupmannanna. UM VERÐLAGSSKRÁR. Fyrir árið 1874—75 eru eptirfylgjandi verð- iagsskrár samdar og prenlaðar: 1. Fyrir suðramtið: Mefcalaiin. a. fyrirBorgarfj., Gullbr., Árness., Rang- árv. og Vestmanneyasýslur, samt Reykjavíkur kaupstað . . . 26,3 sk. b. — Skaptafellssýslur, eystri og vestri 23,7 — 2. Fyrir vesturamtið: a. fyrir Mýra-, Snæfellsn. og Hnappad. og Dalasýslur..................29,8 — b. — Barðastr. og Strandasýslur . 29,i — c. — ísafjarðarsýslu og kaupstað . 30,s — 3. Fyrir norður- og austuramtið: a. fyrir Húnavatns- ogJSkagafjarðarsýslur 27,25— b. — Eyjafj.- og Þingeyjarsýslur og Akureyrarkaupstað .... 27,o — c. — Múlasýslur, nyrðri og syðri . 27,o —. Jeg hef tekið eptir því, að nú um nokkur undan- anfarin ár hefur meðalalin i vesturamtsskránum verið töluvert hærri en í norðuramtsins, en miklu hærri en i suðuramtsins. Þetta virtist mjer næsta undarlegt, og fór því að grennslast eptir, hvernig á því stæði; fann jeg þá brátt orsökina til þess, og er hún sú: að sín aðferðin er við höfð, við setning skránna, í hverju amtinu fyrir sig. Jeg ætla því stuttlega að skýra frá aðferðum þessum, og í hverju þær eru hver annari frábrugðnar. í suðuramtinu hefur þeirri aðferð verið fylgt, og er enn, að úr tóvöruflokknum eru að eins nr. 15 og 17 (eingirnissokkar og sjóvetlingar) lögð í hundruð og álnir, en ekkert tillit haft til verðlags hinna annara vörutegunda í tjeðum flokki hvað meðalverð snertir. Þar eð eingirnissokkar og sjó- vetlingar opt eru í lágu verði, gefur að skilja að meðalalin í tóvöru í suðuramt. verður mjög lág, ( samanburði við meðalalin hinna annara aurategunda. í*essari sömu aðferð var fylgt í vesturamt- inu, þangað til fyrir 4 — 5 árum síðan, að Bergur amtmaður og Sveinn prófastur gjörðu þá breyting á, að þeir einnig tóku nr. 20 og 21 (vaðrnál og einskeptu) í tóvöruflokknum, og lögðu í hundruð og álnir. Með því að vaðmál og einskepta eru í svo miklu hærra verði en eingirnissokkar og sjó- vetlingar, verður meðalalin í tóvöru svo miklu hærri en í suðuramtinu, og er það aðalorsökin til þess, að meðalverð í vesturamtinu er hærra en í hinum ömtunum, eins og siðar skal sýnt. í norðuramtinu er við höfð hin þriðja aðferð, sem í því er frábrugðin aðferðum hinna amtanna að allar tegundir tóvöruflokksins eru reiknaðar til hundraða og álna, sem, þar eð sumar vöruteg- undirnar eru i lágu verði en sumar í háu, gjörir það að verkum, að meðalalin í tóvöru í norður- amtinu verður talsvert hærri en í suðuramtinu, en miklu lægri en í vesturamtinu. Þó skal þess getið, að þar sem í suður- og vesturamtinu 180 pör sjóvetlinga eru látin gjöra 1 hndr., þá er i norðuramtinu að eins höfð 120 pör í hndr.; en með þeirri aðferð sem þar er höfð, munar það eigi meiru en því, að meðalalin i tóvöru verður rúmum Va sk. lægri en ella, og hefur þannig lítil áhrif á meðalverð allra meðalverða. Tíl þess nokkurn veginn greinilega að sýna fram á hvaða áhrif hinar mismunandi aðferðir við setning skránna hafa á meðalverð allra meðal- verða, eða meðalalin, set jeg eptirfylgjandi yflrlit í töfluformi, og eru að eins teknar til samanburð- ar verðlagssrár þær, er tiitölulega gilda í Reykja- vík, Stykkishólmi og Akureyri, og sem jeg til hægðarauka kenni við þessa staði:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.