Tíminn - 15.04.1874, Blaðsíða 4

Tíminn - 15.04.1874, Blaðsíða 4
32 — 15,600 — — 23,000 — — 21,500 — —108,500 pund. — 42,200 — — 170,100 — III. Ýmislegt innflutt til Rvík 1872: Brennivín og sprit . c. 145,400 pottar. Romm og kognak Yín, allslags . . Bjór............. Kaffibaunir . . . Malað kaffi og rót Sykur, allslags Um leið og vjer látum þess getið, að skýrsla þessi er eptir tilmælum vorum látin oss í tje og samin eptir vöruskýrslum kaupmanna, viljum vjer jafnframt fara um hana fáeinum orðum, þeim til gamans er lesa vilja, en hinir gjöri svo vel að hlaupa yfir bæði skýrsluna og athugasemdir vorar við hana: Ef áætlað er að allar þær vörur, er innfluttar voru 1873 og tilgreindar eru í skýrslunni, hafikost- að landsbúa 263 þúsundir ríkisdala, sem eptir al- mennu búðarverði, mun vera óhætt að fullyrða, þá nemur: flokkurinn 3Nr. 1 hjer um bil 107,000 rd. — — 2 —-------- 106,500 — — — 3 —--------- 24,500 — — — 4 — — — 25,000 — Samtals 263,000rd. En sje hinar útfluttu vörur, sem í skýrslunni eru tilgreindar, að hestunum undanskildum, verð- lagðar eptir vanalegum prísum, nema þær hjer um bil.............................. 377,000rd. Sje svo frá þessari upphæð dregið kaupverð matvöruflokksins (nr. 1 að ofan)............................... 107,000 — verða eptir 270,000 rd. sem mestmegnis mun ganga fyrir munaðarvörur, svo sem kaffi og sykur, vínföng, tóbak, Ijerept og annað glingur; því vjer ímyndum oss, að eigi sje keyptar meiri nauðsynjavörur, sem hjer eru ó- taldar, svo sem timbur, kol, járn og fl., en sem nemur þeirri upphæð, er kaupmenn fá greidda í peningum. Athugi maður þar næst, að nálega er keypt jafnmikið, að verðinu til, af kaffi og sykur eins og af matvöru, þá er það ekkert hóf, einkum þeg- ar vjer íslendingar opt erum svo báglega staddir, að vjer neyðumst til að betla ura lán hjá stjórn- inni tll kornkaupa, hvað lílið sem harðnar í ári, og þegar nú hjer við bætist, að nálega 50 þús- und dölum er fleygt út fyrir vínföng og tóbak síð- ast liðtð ár, sem þó hvað vínföngin snertir, er í lang minnsta lagi, eins og sjá má af skýrslunni, þar sem kaupmenn, vegna víntollsins, innfluttu árið 1872 um 184 þús. potta af vínföngum, í stað þess árið sem leið, þeir að eíns ínnfluttu 36 þús. potta, eða tæpan ’/s Part> °S jafni maður vínföng- um þessum niður á bæði árin, bætast við vín- föngin árið 1873 um 74 þús. pottar, eða rúmir 2/s partar við það, er innflutt var 1873, sem reikn- að eptir sama mælikvarða og þau innfluttu vínföng 1873, verður hátt upp í 50 þús. ríkisdali, þá er þetta allt til samans óheyrilegt og meira en tár- um taki. Af kaffibaunum er svo að segja jafn mikið flutt inn bæði árin, og lítur út fyrir, að það sje nákvæmlega útreiknað af kaupmönnum að Rvík og bjeruð þau í grennd við hana, er þangað sækja, þurfi 108 þús. pund af þeim um árið, auk kaffi- rótar. Nú er mælt að kaupmenn selji kaffi um 4 mörk; en þótt það nú fjelli niður í 3 mörk 8 sk., þá kostar jafnmikið kaffi í ár rúmar 63 þús. dala. En vonandi er, að almenningur gæti sín nú betur í ár en að undanförnu, og gjöri kaupmönnum það eigi til ánægju að kanpa mikið af þeirra góða f j ö g r a m a r k a-kaffi, Árið 1872 var innflutt af möluðu kaffi og kaffirót rúmar 42 þús. punda, en árið 1873 ekki nema rúm 31 þús. pund, og er það einkar gleðilegt að þan kaup hafa farið minnkandi, og væri óskandi, að menn tækju sig saman í fjelagi og keyptu eigi framveg- is slíkan óþarfa, sem, samkvæmt áliti skynsamra manna, er ólyfjan fyrir heilsu manna og eitt af landsins mörgu átumeinum. Jafnvel þótt í skýrslu þessari sjeu taldar ýmsar munaðarvörur, þá er þó mörgum sleppt, sem ómögulegt er að verðleggja t. a. m. öllum ljerepta, sjala- og klúta-tuskum og öðru fánýtu glingri, sem blessaðir kaupmenn- irnir hafa allar sínar búðarhyllur fullar af allt árið

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.