Tíminn - 15.04.1874, Blaðsíða 2

Tíminn - 15.04.1874, Blaðsíða 2
30 1 ríkisdalur ....... gildir 2 krónur J/2 — ..................— 1 krónu 1 sextánskildingapemngur (1 mrk) gildir 33 aura 3 mörk í 16 skildingapen. eða smærri mynt — 100 — 24 skildingar ríkismyntar . . . — 50 — 12 skildingar ríkismyntar. . . — 25 — 1 ferskildingur — ... — 8 — 1 skildingur — ... — 2 — 1 hálfur skildingur .... — 1 eyri Síðar verður ákveðið hvenær núgildandi rík- ismynt eigi skal gjaldgeng ; en þó skal það, hvað specíur, ríkisdali og bálfadali snertir, vera gjört innan ársloka 1878, og að því leyti smápeninga snertir innan ársloka 188.1. \ «Víkverja» 4. þ. m. stendur leiðarvísir um, hvernig skildingar hægast verða reiknaðir til aura og aurar til skildinga, hjer um bil þannig: Marfalda tölu skildinga með 2 og legg jafn- marga. aura til pródúktsins sem skildingatalan hef- ur 12 sk. inni að halda, t. d. 39 sk. = 39 X 2 + 3 = 81 eyrir. Drag frá tölu aura jafnmarga aura og aura- talan hefur 25 aura inni að halda, og skipt því, er eptir verður með 2, t. d. 89 aurar: = 89-1- 3 = 86 : 2 = 43 skildingar. Jafnvel þótt þessi aðferð sje góð, þá má þó gjöra ráð fyrir, að nokkrir kunni þeir að vera, er eigi geta reiknað önnur eins dæmi og þessi, og þeim hinum sömu viljum vjer ráðleggja að kynna sjer vel samanburð þann, er hjer að framan stend- ur, um gildi hinna nýju peninga, gagnvart hinum eldri, og rounu þeir þá innan skamms komast að raun um, að hinn nýji peningareikningur er fullt svo auðveldur sem hinn eldri. Að lyktum skal þess getið, að gullpeningar þeir, er hjer að framan eru nefndir (20 kr. og 10 kr.) eru nú þegar farnar að ganga hjer manna á milli. (ATHUGASEMD UM RORNKAUP). (Niðurlag). En svo athugavert og slæmt sem sjálft rúgið getur verið, þá mun þó óhætt að full- yrða að mjölið taki ef til vill fram yGr, fyrir utan að það er hið útgengilegasta fyrirkomulag til að koma út illa tilhöfðu eða möðkuðu korni, er enginn erlendis mundi vilja leggja sjer til munns, mun mikið af því hingað á síðari árum innflutta mjöli hafa verið meira eða minna blandið með «Klid» sem er hreystrið af hveitikorninu, og gott ef ekki með einhverju óhræsi öðru, til þess að skaðlaust yrði að láta landsmenn fá 12 lp.af mjöli með sama verði og rúgtunnuna, sem optast vegur hjer ekki nema 11 Ip. til 11 Ip. 8 pnd., ætti hver maður að geta skilið, að ef rúgtunnan er möluð þá Ijettist hún en ekki þyngist, og mölunarlaunin bætast við verðið, þá er mjöltunnan meira verð eða dýrari en rúgtunnan, sjerhver ætti einnig að geta sagt sjer sjálfur að 12 lp. af ósviknu mjöli geta ekki fengist úr 11 lp. af rúgi, mun það því af þessu geta orðið næsta líklegt að mjölið muni hafa verið blandið svo sem 10 af hundraði af «klidi» eða þvílíkri svínafæðu. Hugsi maður sjer enn fremur að korn það, sem mjölið er malað úr sje óvandað og blandið illgresistegundum, öllum ónýtum til manneldis ef ekki skaðlegum fyrir heilsu manna sem ekki þarf mikið að vera til þess það svari svo sem 3 af hundraði, og þar hjá haG til'- lit til þess, að ef mjölið er blandið «klidi», fylgir því sá ókostur, aðbrauð bökuð úr slíku mjöli inni- bynda í sjer meira vatn, en ef bökuð eru úr hreinu mjöli, og má hjer um bil ætla, að þar brauð bök- uð úr góðu mjöli eiga ekki að innibynda meir en 25 af hundraði af vatni, muni hið ofangreinda «klid»blandaða innibynda 28 af hundraði, sem er 3 af hundraði meira en vera ber; bætist nú hjer við að því lagi sje sætt, að láta brauðin innibynda ó- tilhlíðilega mikið vatn til þess að þyngja þau í vigtinni, getur þetta orði með því að hafæ brauð- degið mjög blautt, sem og að linbaka þau, og af hvorutveggja þessu til samans má ekki mikið gjöra, ef það ekki skal muna meira en svo sem 8 af hundraði, út af öllu þessu gelur nú það spursmál vakist, hvort að Reykjavíkurbúar og þeir sem kaupa brauð þar, eti og eignist ekki brauð sem yrði að lýsa þannig samsetningu efnanna:

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/96

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.