Alþýðublaðið - 18.02.1960, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 18.02.1960, Blaðsíða 3
Ándartak HAB er stærsta híla- happdrætti landsins l) HAB býður upp á sex Volkswagen í ár í) í HAB er dregið um Volkswagen annan hvorn mánuð [) / HAB eru aðeins 5000 núm- er l) HAB er happ- dræffi Alhýðublaðsins [) í HAB verður næst dregið 7. marz Atvinnuleysisfé til húsbygginga? ATVINNULEYSISTRYGG- INGASJÓÐUR er nú helzta von húsbyggjenda viðkomandi aukningu lána frá liúsnæðis- málastofnuninni. Emil Jónsson skýrði frá því á alþingi í gær, að hann hefði, þegar eftir mynd un núverandi stjórnar, snúið sér til sjóðsins með tilmæli um 20 milljón króna lán til hús- næðiismáí|istofnunarínnar, svo að hún geti á þessu ári lánað meira en venjulegar tekjur sín ar. Hann kvað mál þetta enn ekki hafa fengið afgreiðslu, en taldíi vonir standa til þess, að sú afgreiðsla yrði á viðunandi lrátt fyrir húsbyggjendur. Talaði Hannibal Valdi'mars- son fyrir tillögu kommúnista Og deildi á það, að Seðlabankinn hefði aðeins lánað 15 milljónir tií skamms tíma, og taldi slíkt lán til sýndar og skammar. Var þá bent á, að hann hefði sjálf- ur tekið slík lán hjá Seðlabank anum, er hann var ráðherra og unað vel við. Þótti Jóhanni Haf stein það táknrænt, að Hanni- bal skyldi gera það að fyrsta verki sínu á þingi, eftir að hann hafði sjálfur verið húsnæðis- málaráðherra, að flytja tillögu um endurbætur á þeim mál- um. Hannibal réðst mjög harð lega á Seðlabankann í um- ræðunum fyrir tregðu til að lána til íbúðabygginga, og taldi bankann eiga að draga úr eigin fjárfestingu í mið- bænum í Reykjavík. Mundi bankinn vera að kaupa hús í miðbænum gegn því að lána fé í stórbyggingu við Lauga veg. Ólafur Jóhannesson, sem er í stjórn bankans, varð fyrir svörum og taldi ástæðulaust að deila á bank ann í þessum efnum, og hefði bankinn ekki lagt í neina ó- hæfilega f járfestingu. Brotið niður Keflavík, 17. febr. — í DAG var brotið niður eldgamalt hús hér í bæ, sem skagaði talsvert út í Hafnargötuna og þótti trufla umferð meira en góðu lvófi gegndi. Þetta er húsið Edinborg. Bæj aryfirvöldi'n höfðu á sínum tíma samið við eigendur þess um að flytja það á grunn, sem bærinn hafði látið steypa. En "20. des. sl. brann húsið og skemmdist svo. mikið, að ekki þótt gerlegt að flytja það. Varð því úr að rífa það á staðn um, og var það brotið niður í dag, eins og fyrr segir. Vann stór krani á húsinu og gekk verkið vel, enda múrbúðað timburhús en ekki steypt hús. H. G. Tregur afli Sandgerði, 17. febr. AFLI hefur verið tregur und anfarið, en gæftir stöðugar og róið daglega. Aflinn hefur ver ð frá 4 upp í 10—11 tonn í róðri, en heildaraflinn er samt orðinn meiri en í fyrra. SVO mikið álag var á síma- kerfið í gær er seldir voru mið- ar á Kardemiommubæinn barna leikrit Þjóðleikhússins, að kerf- ið fór alveg úr skorðum og varð óvirkt. Menn gátu ekki einu sinni náð sambandi við lög- reglu eða slökkvilið. Alþýðublaðið fékk þessar upp lýsingar hjá Guðlaugi Rósin- krans þjóðleikhússtjóra í gær. 10 ÞÚS. ÚPPHRINGINGAR Guðlaugur sagði, að á tíma- bilinu kl. 1—-3 hefðu bori'zt 10 þús. upphringingar { miðasölu Þjóðleikhúasins með þeim af- leiðingum, að enginn hefði náð sambandi. Fjórir starfsmenn Landssímans höfðu nóg að gera á tímabilinu önnum kafnir við að svara fyrirspurnum óþolin- 'móðra símnotenda um það hvort sími Þjóðleikhússins væri bilaður eða ekki. BIÐRÖÐ KL. 9 UM MORGUNINN Fólkið var byrjað að bíða kl. 9 um morguninn í hinum mikla kulda, en miðasalan var ekki opnuð fyrr en kl. 1 e. h. Hefur aldrei áður verið ei'ns mikil að- sókn að leikriti í Þjóðleikhús- inu, a. m. k. ekki á eins skömm- um tíma. 8 þús. manns hafa þegar sótt sýningar á lei'kritinu SEX manna nefndin var á fundi frá kl. 8.30 í fyrrakvöld til kl. 3 í fyrrinótt. Fundur hófst að nýju kl. 9 í gærkvöldi og stóð enn, er blaðið fór í prentun laust eftir miðnætti í nótt. Ma búast við, að til úrslita fari að draga í málinu. en búið er að selja 2700 miða til viðbótar. Til samanburðar má geta þess, að Kátu ekkjuna sóttu um 20 þús. manns, en hún var flutt í mánuð. Bæjarsíminn hefur farið þess á leit við Þjóðleikhúsið, að ekki verði framvegis svarað í síma miðasölunnar -fyrstu tvo tím- ana, er miðasalan stendur, til þess að draga úr álaginu. Ekkert heyrzt i Gyifa FREGN Alþýðublaðsins í gær, þess efnis að togarinn Gylfi frá Patreksfirði væri í Færeyjum í því skyni að reyna að fá fær- eyska sjómenn, vakti eðlilega mikla athygli. Útgerðarm. togarans, Frið- þjófur Jóhannesson, hélt áfram í fyrrinótt og allan daginn í gær að reyna að ná sambandi við togarann, en án árangurs. Var talið, að Gylfi væri enn í Trangisvogi, en samiband náð- ist ekki þahgað vegna þess að sæsíminn frá Þórshöfn var slit- inn. Hins vegar má togarinn ekki nota talstöðina meðan hann liggur í höfn, og bendir það til þess að sú hafi verið raunin í gær. Fagridalur fær í allan vetur Héraði 11/2 1960. ÞAÐ, sem af er þessu ári, er varla hægt að segja að hafi fest snjó á Héraði. Að vísu hefur annað slagið gert smáhret en snjó hefur jafnan tekið upp aft ur Þar sem óvanalega mikið hefur verið um hrigningar í vetur. Hefur af því leitt að illt hef ur verið til jarðar fyrir sauðfé og sumstaðar jafnvel hagbönn. Enn sem komið er hafa vegir á Héraði ekki teppst vegna snjóa en hafa verið þungfærlr vegna aurbleytu nú síðustu daga. Einnig hefur Fagridalur allt- af verið fær í vetur a.m.k. stór um bílum. Að vísu setti niður töluverðan snjó á Fagradal um s.l. mánaðarmót og var hann þá ófær minni bílum. En síðan hefur verið mokað- og er öllum bílum fært nú. Snjó bíll gengur yfir Fjarðarheiði, en jeppar hafa komist yfir í slóð hans þegar frosið er. Um síðustu mánaðarmót var iðnskóli stofnsettur í Egilsstað arkauptúni. Stunda 17 nemar nám við hann. Skólastjóri er Þórður Benediktsson skóla- stjóri barnaskólans á staðnum. Lalli. Áíþýðubiaðið — 18. febr. 1960 3

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.