Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 3

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 3
s henni fors afarhár, sem í vatnavöxtum er víst mikilfengur að sjá. Grímstaðir efri heitir kvos nokkur uppmeð Kiljansá skammt fyrir ofan forsinn, sunnan megin árinnar. Þar má haía verið talsvert undirlendi áður, sém hún hefir nú brotið i burtu, svo mjög litið er eftir. Þar sjást þvi heldur engar likur til rústa, nema ef geta skal lítillar byggingar syðst í kvosinni uppi við melbrún. Þar hefir áður verið bakkaskarð sem nú er gróið, og virðist áðurnefnd bygging hafa verið gjörð til þess að gjöra bakkaskarðið að aðhaldi, til að ná kindum í. Er það liklega eftir íjallmenn, en stendur naumast i neinu sambandi við bæinn, sem sagt er að hjer hafi verið. Hjer skal um leið geta þess, að það er satt, sem jarðabók A. M. segir, að hjá Hrunakrók sjeu girðingar miklar. Þar er flatlend móafles fyrir vestan og framan túnið, nokkuð stór um sig, og er henni allri skipt i ferhyrnda reiti með girðingum. Sjer enn glöggt til þeirra, og sýnir það, að þar hefir verið rækt- að land til forna. Hvort það hafa verið akrar eða engi skal jeg láta ósagt. Þó þykja mjer reitirnir heldur stórir til þess, að það hafi verið akrar. Þvi þar sem örnefni eru kennd við akra. og fyrir þeim sjer, þá eru reitirnir fremur smáir — þar sem jeg hefi sjeð — og auk þess ávallt í brekkum mót. suðri; en þetta er á flatlendi, sem áður segir. 2. kafli. Rannsókn á Hrunamanna-afrjetti. Langri bæjarleið fyrir innnan Hamarsholt sem lengi var lang- innsti bærinn í Hrunamannahreppi, en er nú lagður í eyði fyrir nokkrum árum, — rennur á sú, er Búðará heitir, austan og inn- an af afrjettinum vestur í Hvitá. Við útfall hennar myndast mjó tunga milli ánna. Þar var sinn bær hvorum megin árinnar. Búðarárbdkhi var í krók þeim, er verður móts við tunguna suðaustanmegin árinnar. Rústin sjest nokkurn veginn glöggt. Bærinn hefir verið mjög lítill. Dyr eru mót suðri, og strax fyrir innan þær sín tóft út úr þeim tii hvorrar handar, og fyrir inn- an þessar enn aðrar, sín hvorum megin. Allar þessar 4 tóftir eru nálægt jafnstórar: rúml. 2 faðmar á lengd (hver) og 1 ljt (eða nær því) á breidd. Fyrir innan þessar 4 tóftir er hin fimmta þversum, innst í bænum, og kemur gangurinn frá bæjardyrunum inn í suðurhlið hennar nálægt miðju. Hún er nál. ð faðma löng og l1 /s faðm. breið. Mun það hafa verið baðstofan, en hitt önn- ur innanbæjarhús. Vestur af tóftunum gengur stór tóft eða lítil girðing, er jeg ætla að verið hafi heygarður. Fjóstóft sjest þar

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.