Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Qupperneq 5

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Qupperneq 5
6 stóðu fáeinir hleðslusteinar eftir í bakkanura. Innan skamms fara þeir sömu leiðina. Laugalwammar, eða Laugar, sem nú er oftast kallað,— (sjá 1. mynd) hafa staðið á flatlendi spölkorn frá Hvítá nokkru neð- ar en á móts við Bláfell. Mestallt þetta flatlendi er nú blásið, þó er mýrlendur blettur óblásinn skammt frá ánni, og heitir hann Laugaþýfi (því hann er þýfður). Þar sem bærinn heflr verið er blásið, og er það lengra'frá ánni. Þar um kring eru sljettir melar með klappabölum og urðarhólum. Bæjarrústin er á klapparbala að nokkru leyti og sjest ummál tóftanna víða, þó ekki með vissu allstaðar, því þar sem melur er undir, heflr grjót- ið úr hleðslunni smámsaman færst úr stað. Sjá má, að bærinn heflr snúið mót austri; heflr forskáli (a) verið fram af dyrunum og inn frá bonum gangur yflr þvera framtóftina. Þar eru út úr honum sínar dyr hvorum megin. Hinar nyrðri (til hægri) liggja inn í endann á stórri skála- (?) tóft (b), hún er nærfellt 8 faðma löng og rúmlega 2 fðm. breið. Eigi sjást aðrar dyr á henni. Hinar syðri dyr út úr ganginum (til vinstri) liggja inn í aðra tóft (c), sem er jafnbreið hinniognál. 3 faðma löng. í henni voru smiðjusindur, og dáiítil hola ofaní gólflð, hlaðin innan, mun þetta hafa verið smiðja; engar sjást útidyr á henni. Gaugurinn heldur svo áfram inn i mjótt hús, eða þvergang (d) sem virtist vera opinn i suðurendann en norðurendinn lá inn i fjóstóftina. Þvergangur þessi var nál. 4. fðm. langur tæplega 1 fðm. á breidd, en þó sem hellujata i honum þeim megin er frá smiðjunni vissi. Má vera að þetta hafi verið útidyr fjóssins, og að kálfum hafl verið gefið á hellujötuna. Fjóstóftin (e) gengur í vestur, og er suðurveggur hennar nálægt því beint í stefnu af norðurvegg inn- gangsins úr forskálanum. Hún er nál. 6 faðm. löng og vel 2. fðm. breið. Beizluhellur standa sumar en sumar iiggja og hafa þær verið 5 hvorum megin, að því er virðist. Innar við gafl fjóss- ins eru dyr út úr norðurvegg þess, þær'liggja inn í suður enda langrar tóftar (f), sem er óglögg i norðurendann. Hún heflr verið um 5 faðma löng en varla meir en l1/^ faðmur á breidd. Það hefir að likindum verið hlaða, Milli hennar og skálans, fyr- ir norðan fjósið, hefir verið ferhyrnt svæði (g), að nokkru leyti lokað af garði, sem liggur frá norðurgafli skálans og stefnir á hlöðuna norðar en um miðju, en snýr síðan til norðurs á hlið við hana. Líklegt er að hjer hafi verið heygarður, og má nærri geta að hlaðan, jafn mjó, hefir ekki tekið nóg hey handa nautpen- ingi þeim, er fjósið rúmaði. Mun þó haf'a verið gjafatimi í lengra lagi á þessum bæjum. Norður frá þessum tóftum sjer til bygg-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.