Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Qupperneq 7

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Qupperneq 7
7 hefi talað við, vita hvar Djaknadys er. Við Snorri leituðum að því fram og aptur um »Dyngjuna«, en fundum ekki. Má vera það sje orðið mosa vaxið, eins og »Dyngjan« er öll. Þess hefi jeg nú beðið menn, er fara munu um það svæði, að veita Djáknadysi eftirtekt, og láta mig vita ef það finnst. Búrfell heitir langt fjall, austur og inn af Djáknadyngju. Ovíst er talið að þar hafi bær verið, því það liggur allhátt. Við leituðum með því endi löngu, en sáum hvergi líkur til rústa. Harðivöllur heitir flatvaxið hálendi ákaflega víðlent. Það liggur norður af Djáknadyngju og norður enda Búrfells, vestur að Hvítá og norður að Sandá og Svíná. Þar er mjög harðviðra- samt, var þó graslendi með lingmóagróðri, er jeg fór þar um 1868, en er nú örblásið og urð ein. Munnmæli hafa talið þar bæ; en Á. M. segir þó, að fiestir áiiti það ólíklegt. Það álít jeg líka. Enda veit enginn af rúst þar. Jeg leitaði á jöðrum hans allt um kring, en sá hvergi líklegan blett, nema ef vera skyldi i Stangarárbotnum. Þeir eru sunnan undir HarðaveJli við norður enda Búrfells. En þar var ekki heldur neina rúst að finna. Þörarinsstaðir eru í halllendi suðvestur af Harðavelli. Þar kemur Stangará austan úrbotnunum ogrennur niðurfyrir Djákna- dyngju og beygist síðan suður með henni og rennur eptir það f suður, sem áður er getið. Þar sem krókurinn verður á henni eru Þórarinsstaðir rjett fyrir otan. Þar er landið en eigi alblás- ið, en þó fiög hjer og hvar. Er blásið ofanaf norðurhluta rústarinnar en jarðvegur liggur enn yfir suðurhlutanum, sem er ákaflega þykkur, og því mjög mikið verk að grafa upp þann hluta rústarinnar, því fremur sem út leit fyrir, að það væri að- albæjartóftin. Sá hlutinn sem sjest, er fjósið og nokkrar smá- tóftir áfastar við það, svo og ein tóft sjerstök. Fjóstóftin snýr frá norðri til suðurs, nál. 6 faðma löng og tæplega 2 fðm. á breidd. Beizluhellur, 7 eða 8, sjást með vesturveggnum. Dyr eru á báðum endum. Norður dyrnar liggja út en hinar inn í tóft, sem er við suðurgaflinn og hefir útidyr mót vestri. Sú tóft hverfur undir jarðveg. Við austurhlið hennar og fjóssins eru 3 smátóftir í röð, er allar sínast að hafa haft útidyr: hin norðasta mót norðri, en hinar mót austri. I hina syðstu virtist hafa verið innangengt úr tóftinni sem gengur af suðurenda fjóssins, þó hefir þá verið fallið grjót f þær dyr; verður þetta þvf ekki full- yrt. Hin sjerstaka tóft er svo sem 8 fðm. fyrir vestan fjósið, hún er rúml. 5 faðma löng frá norðri til suðurs breiddin óglögg, (en þó sem næst 6 fet innanmáls). D.vr virtust vera út úr báðum

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.