Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Síða 8

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Síða 8
8 Suður hornunum; þó virtist bilið á austur hliðinni stærra en dyr* um svaraði. Við grófum út suðurenda tóftar þessarar til að kom- ast að vissu um þetta; en undir stöður voru orðnar svo úr lagi færðar, að við fengum eigi fyllri vissu en nú var sagt. Þessi tóft ætla jeg sje af útibúri. — Þess skal getið, að Þorsteinn Erlingsson skoðaði rústir þessar litlu síðar, og byrjaði á að grafa upp tóftina suður af fjósinu, en reyndist það ókleyft verk fyrir 1 eða 2 menn. Hann rannsakaði þá einnig rústirnar 1 Lauga- hvömmum. Hann lofaði mjer síðan góðfúslega að bera sínar at- huganir saman við mlnar, og styrkti það þá niðurstöðu, sem jeg hafði komizt að. Heygil heitir stórt gil, sem rennur í Stangará stuttum spöl fyrir neðan Þórarinsstaði. Það kemur úr norðri, og eru botnar þess í útnorður frá Þórarinsstöðum. Þeir eru afar mikið víðlendi, mýradrög og hoit á milli, sem sum eru blásin. Því verður ekki neitað, að mjög er líklegt, að þar hafl bær "verið, með því mælir landslag, víðátta og landskostir, mundi sú jörðin hafa haft einna mestar slægjur. Eigi vita menn þar samt af neinum rústum, og engar rústa likur gátum við sjeð, og leituðum þó allvandlega. Þó má geta þess, að norðast í botnunum sáum við grjótröð í flagi hjá læk einum, og gæti það hafa verið undirstaða veggjar. Þó virtist mjer það mjög vafasamt. Allir þessir bæir og örnefni, er nú hefir verið getið, eru fyrir sunnan Harðavallar-hálendið og mega því kallast í fram- haldi af byggðinni, sem enn er. Þeir hafa líka verið tiltölulega nærri hver öðrum. Fyrir innan Harðavöll og Sandá tekur við innri hluti afrjettarins. Þar eru þeir staðir sem nú verður getið og eigi allskammt í milli þeirra. Hrafntóftir (sjá 2. mynd) eru syðsti staðurinn afþeim. Þar heitir Hrafntóftaver mýrlendisfiáki sunnanmegin við Grjótá. Sú á er nokkuð langt fyrir innan Sandá. Gil (c) rennur úr mýrlend- inu vestur í Grjótá og á valllendisnefi við gilið þykjast menn sjá rústir bæjarins í mosaþýfi (a. a.) Það eru aflangir mosa- hryggir, sundur lausir, og samhangandi lautir á milli, sem allar hverfa saman í eina aðallaut, (b) er liggur yfir þvert nefið aust- ur í gilið. Fæ jeg eigi betur sjeð, en að þessar rústir sjeu myndaðar af vatni en eigi mönnum. Og aðrar rústir var eigi að sjá; enda er nef þetta eini staðurinn sem líklegt mætti telja að bær hefði á staðið á þessu svæði. Nú bendir þó nafuið til þess, að þar hafi maður er Hrafn hjet byggt »tóftir« (= bæ?). Þær geta nú verið niður sokknar, annaðhvort undir mosahryggjum

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.