Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Qupperneq 10

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Qupperneq 10
10 En þar eð bæir hafa þó verið i Hvitárnesi, — sem enn mun frá skýrt, — þá virðist eigi gild ástæðs til að rengja það, að einnig haii byggð verið á þessum stöðum, er eigi liggja hærra. Áskarð fremra er við fremri Askarðsá norðvestan undir Kerlingafjöllum. Þar er mjög illviðrasamt og gróðurlitið, aðeins grasteygingar á eyrum með ánni og litlar brekkur í gljúlri þvi, er verður fyrir neðan skarðið, þar sem áin fellur ofan. Iljer er svo óbyggilegt, að ekki þykir þurfa að eyða orðum um það. Askarð innra heitir dáliiil kvos langt uppi i gljúíragili, sem Innra-Áskarðsá rennur eftir. Hún kemur norður úr Hveradölum í Kerlingafjöllum um djúpt skarð, sem gljúfur er i, og rennur norðvestur í Jökulkvísl. Þessi slaður er því norðanundir norður horni Kerlingafjalla. Samt er kvosin fögur; og eigi illa fallin fyrir fjallabúa (skógarmanns) aðsetur á þeim tímum, sem óbyggð- ir vcru lítt kannaðar og afrjettir skammt smalaðir inneftir — sem sagnir eru um; því kvosin sjest ekki fyr en að henni er komið, og fara verður yfir brattan háls tii að komast í hana. Með þessu vil jeg aðeins segja: að það er hugsanlegt, að ófriðhelgur maður hefði hafst þar við, en ekki hugsanlegt að þar hafi verið lögbýli. Kvosin er svo lítil, svo langt frá mannabyggðum og svo illviðra sæl nema um hásumarið, að um það geta ekki tvímæli verið. Raunar segir Á. M. að meun liafl þózt sjá þar rúst. Jeg ætla, að jeg hafi sjeð hina sömu rúst. Þar heflr skriða ýtt fram jaið- vegi á klaka, svo hann hefir lagst í nokkurskonar fellingar og myndað eigi ólikt hústóftum; en vel má sjá, ef að er gáð, hvern- ig á þesau er háttur. Fyrsta og helsta orsökin til þess, að það orð komst á, að bæir hefði verið í Áskörðunum, er án efa nafn ið »Áskarð*. (Upprunalega er það Árskarð, en r-ið hefir fallið úr), Nú eru örnefni langtíðast nefnd í þágufalli með i eða d fyr- ir framan. Þannig segja menn vaualega: »í ÁskarðU (hvoru sem er); en þá heyrist eins og sagt sje: í Ásgarði; hafa menn því ætlað, þeir er eigi þektu til, að þessir staðir, hvor um sig, hjeti Ásgarður, og svo hefir Árni Magnússon ritað. Ath. Þriðji eyðibærinn á Hrunamanna afrjetti er í daglegu tali vanalega nefndur »llógshólar«. En þegarjeg heyrði það fyrst hjá útróðramönnum úr Hrunamannahreppi, er jeg reri í Grinda- vík fyrir 24—25 árum, þá spurði jeg hvort þetta mundi ekki vera afbakað. Einhver þeirra — jeg man ekki glöggt hver, — sagði mjer þá, að hann hefði heyrt, að »Rógshólar« væri lat- mæli fyrir Hrókshólar, því landnámsmaðurinn þar hafi heitið

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.