Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Side 13

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Side 13
19 gangurinn í aðalskálann (a) við vestur gafl hans, Tóft hans er 20 feta löng og 10 feta breið innan veggja (eins og þeir eru nú) Við austurhornið er skarð, eða lægð, í suður vegginn, líklega eftir glugga (i). Um austurgaflinn eru dyr úr henni i aðra tóft jatnstóra (b). Inn úr miðjum norðurvegg aðalskálans eru dyr inn í litla tóft, sem er nokkuð samanhlaupin (c). Aftur eru dyr inn úr henni í aðra smátóft (d), sem hafði eins og miðgafl, með dyrum á, yflr um miðjuna. Þar norðan við var mjög þykkur gafl (h), svo að næstum leit út fyrir að tóftin hefði áður náð lengra, en verið færð saman. Stærð þessara tófta mældi jeg ekki. Úr vesturhorni aðalskálans (a) við dyrnar eru dyr vestur- úr í tóft, sem er svo að segja framhald aðalskálans til vesturs (e). Hún er (innanveggja) 10 feta löng og 6 feta breið. Fyrir innan hana er önnur fóft (f) lOfeta löng og 8 feta breið. Dyr hennar eru úr suðausturhorninu inn í norðvesturhorn aðalskálans. Úr norðausturhorni þessarar tóftar liggur gangur inn í þriðju tóftina þeim megin (g). Hún er um 7 fet á hvern veg. Hún er norð- ust af tóftunum sem vestan megin eru. Fyrir austan hana er hin tvískipta tóft (d), sem áður er lýst, og sjer fyrir sundi þar á milli, sem hallað hefir norður úr. Hinn þykkvi gafl á tviskiftu tóftinni (d) gengur lengra norður en tóftin fyrir vestan. Austur úr ganginum milli tóftanna f og g eru dyr inn í hina saman- hlaupnu litlu tóft, sem fyr getur (c), svo að veggurinn milli tóft anna a og c og g er einstakur stöpull, laus við aðra veggi. Skammt frá suðausturhorni tóftarinnar b sást votta fyrir tveim tóftum saman, sjerstökum, (fjósi og hlöðu?). En þær voru mjög óglögg- ar. — Jeg kannaði bæði veggi og gólf tóftanna með teini, en allstaðar var klaki fyrir á nál. I1/* al. dýpi. Þó var steinn fyr- ir í norðausturhorni aðaiskálans (a); og innri hluti tóftarinnar d hafði grjót í gólfinu. Grófum við þar ofanl og fundum flór úr smáum hellusteinum. Þar var og aska og lítið eitt af kolum. Mun þar hafa verið eldhúsið. Vegna klakans var þýðingarlaust að grafa meira, hvort sem það hefði annars orðið til nokkurrar upplýsingar. I Karlsdrdtt og Hrefrmbúðir, sem eru örnefni norður við jökulinn, gat jeg ekki komið, því Fúlakvisl var ófær. Við Karls- drátt kvað sjást veiðiskálatóft.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.