Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 14
Rannsókn
nokkurra eyöibyggða í Mýrasýslu sumarið 1895
Eptir
Brynjulf Jónsson.
——i#-~—
I. Langavatnsdalur.
Svo segir í Landnámu, II. 4: »Bersi goðlauss hét maðr son
Bálka Blæingssonar ór Hrútufirði; hann nam Langavatnsdal all-
an ok bjó þar á Torthvalastöðum . . . Bersi goðlauss fjekk
Þórdísar, dóttur Þórhadds ór Hítárdal, ok tók með henni Hólms-
lönd«. Svo er að sjá, sem Bersi hafi flutt úr dalnum. Þó er
sagt að byggð hafi haldist þar fram i Svartadauða, en lagzt þá
niður. Segja munnmæli, að þar hafi allt fólk dáið, nema ein
kona, er Bjartey hjet. Þá er hún vissi að hún var ein orðin, fór
hún burt austur yflr Moldskörð, það er á austurbrún dalsins
Þaðan leit hún síðast yfir dalinn, og mælti um, að hann skyldi
aldrei framar verða byggður að staðaldri. Hún fór svo suður sveit
ir, og hitti fyrst lifandi fólk við Hvalfjörð. Það var karlmaður
og kvennmaður. Þau tóku saman við hana og bjuggu á Bjart-
eyjarsandi. I jarðabók Árna Magnússonar eru nefnd þrjú eyði-
býli á Langavatnsdal, Borg, Vatnsendi og Hafurstaðir. Auk
þess nefna munnmæli Hurðarbak, Torfastaði og Sópanda. Er
sagt að Borg hafi verið kirkjustaður dalbúa, og hafi þar þjónað
prestur frá Hítardal. Einn þeirra, er Guðmundur hjet, varð úti
á Gvendarskarði, er hann fór heim frá messu á annan i jólum.
Það skarð liggur milli Hafradals sem er afdalur norðvestur
úr Langavatnsdal, og Þórarinsdals, sem gengur upp af Hitar-
dal.