Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Síða 15
15
Um eða eftir aldamótin 1800 var bærinn Borg á Langavatns-
dal byggður upp. Það gerði karl einn er Sæmundur hjet og bjó
þar fáein ár með konu sinni og einni dóttur; hjct hvortveggja
Guðrún. Þau voru fátæk. Eldur dó hjá þeim um vetur; ætlaði
karl að sækja eid að Grísartungu — sem er næsti bær og og þó
langt frá — en villtist fram á Staðartungur og varð þar úti. Þær
mæðgur urðu bjargarlausar um vorið; stálu þær þá hesti frá
Tungu í Hörðudal og átu. Það kornst upp; voru þær þá færðar
sýslumanni en kotið lagt í eyði. Sýslumaður var Pjotur Ottesen;
hann bjó þá í Síðumúla. Daníel sál. Jónsson á Fióðastöðum
(fæddur 1802) var þar staddur, er komið var þangað með þær
mæðgur. Haun var þá 12 ára eða 13; sagði hann sjer mínnis-
stætt, bæði hve þær mæðgur voru eymdarlegar og hve litil vægð
þeim var sýnd af þeim er flutti. — Mjer þótti rjettara að geta
þessara sagna.
Þann 21. júlí 1895 fór jeg að skoða Langavatnsdal Til
fylgdar hafði sjera Jóhann í Stafholti útvegað mjer Jón bónda
Guðmundsson á Valbjarnarvöllum, er hann vissi kunnugastan,
fróðastan og mest hneigðan fyrir að athuga fornleifar, af þeim
mönnum er þar var kostur á. En hjer var, því miður, lítið að
sjá. Við skoðuðum alla þá staði, sem munnmæli benda á, að
bæir hafl verið, og aðra þá staði, sem okkur þóttu llklegir til
þess eftir landslagi. En hvergi var að sjá neinar leifar fornra
bæja. Tóftin eftir koíið var hið eina, sem sýndi, að þar hefði
menn búið nokkurn tima. Rústir hinna fornu bæja, allra nema
Borgar, eiu án efa horfnar í skríður, sem þar eru víða. Á Borg
hefir kotið eyðilagt rústina.
Mjer þykir samt eiga betur við að tala nokkuð um hvert bæjar-
natnið fyrir sig; og verður þá fyrst að geta þess, að Langavatn
tekur yfir allt undirlendi í suðurhelmingi dalsins, svo þar hafa
aldrei bæir getað verið, nema ef til vill á Baulárvöllum, sem
liggja í litlum afdal, austur frá suðuihorni vatnsins. Þar heflr
verið fagurt og byggilegt, en engin sjást þess morki og engin
munnmæli geta þess, að þar hafi bær verið.
Vatmendi á að hafa staðið undir vesturhlíð dalsins fyrir inn-
an vatnsendann. Þar eru miklar skriðu breiður.
Hafurstadir eiga að hafa staðið við minnið á Hafradal. Sjálf-
ur er dalurinn þröngur og undiilendislaus. Á renuur fram
úr honum, og hefir hún brotið burtu sljetta velli, sem verið
liafa við dalsmynnið, svo nú er að eins lítið eftir að þeim.
Borg á að bafa staðið á sjerstökum hól austan megin i daln-