Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Side 17
17
Hallfreðar vandræðaskálds, eftir að hann var gjör úr Vatnsdal.
En þó svo kunni að hafa verið, er bæjarnafnið nú týnt sem ör-
nefni. Og það er varla nema um einn stað að ræða, þar sem
bærinn hefði getað verið. Það er innst í botni dalsÍDs. Þar er
undirlendi hvað mest, og þar eru miklar þúfna-upphækkanir á
einum stað, svipaðar þeim er nýlega voru nefndar. Þar hefir án
efa byggð verið. Þaðan í suður heitir og »Hádegisfell«. Raun-
ar gæti það nú verið miðað við sel frá Sauðafelli, sem þar hefír
verið skammt frá, og sjást tóftir þess gjörla; en Sanddalur er
eign Sauðafellskirkju.
Arnarbœli heitir klettastalli á rana þeim, er verður milli
Hreimstaða og Kleppstýju í Norðurárdal. Má vera að það hafi
nafn sitt af Erni landnámsmanni.
III. Melkorkustaðir.
Dýrastaðir heitir næsti bær fyrir utan Hvamm í Norðurár-
dal. Rjett við landamerkin þar á milli er í Dýrastaðalandi eyði-
bær, sem heitir Melkorkustaðir. Þar segja munnmæli að búið
hafi heiðin kona; hún hafi ekki viljað láta búsmala sinn ganga
inn í hvamminn, þótti mjólkin þá bragðverri; spáði hún, að þar
mundi síðar verða tíðkaður annar siður. I Melkorkustöðum eru
allglöggar rústir mjög fornlegar. Þar er skálatóft (a) nálægt 9
faðma löng, frá austri til vesturs, og nálægt 4 fðm. breið; dyr
eru á miðjum suður hliðvegg. Svo er að sjá sem vesturhluti
hennar hafl verið grafinn út eigi alls fyrir löngu. Til allrar
lukku hefir veggjunum þó ekki verið spillt. Sín tóft er við hvorn
enda skálans; en ekki virðist hafa verið innangengt í þær. Þær
eru mjög óglöggar, einkum hin eystri. Hún er hjer um bil 4x/2
faðmur á lengd en hin um 4 fðm. út fyrir veggi, breiddin við-
líka og breidd skálans; dyr sjást ógjörla. Nokkrum föðmum
suður frá vestur endanum er önnur tóft (b), 8 faðma löng og 41/*
fðm. breið; dyr á miðjum suðurhliðvegg. Fyrir innan dyrnar
austanmegin er miðgafl yfir þvert með dyrum á. Hygg jeg
þetta vera hoftóft. Viðlíka löngum spöl, eða því nær frá austur
enda skálans, er óglögg tóft (c), sem að stærðinni til gæti verið
af fjósi og hlöðu. Verið getur að það væri ómaksins vert, að
grafa þessar tóftir rækilega út. Jeg átti ekki kost á mannafla
til þess.
3