Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 18

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 18
18 IV. Hella. Svo segir í Sturlungu, 8. Þ. 16. kap; »Þeir kvámo vestan Rafn ok Sturla ok riðu til Amótsvaðs, báðu þar kvarna biskup at færu veðri; annars mundu þeir bíða á Hellu«. Þessi bær, Hella, þekkist nú ekki. En jarðabækur nefna »Hellukot« í Kað- alstaðalandi i Staíholtstungum. Þar eru nú fjárhús irá Kaðal- stöðum austur undir Hvítá. Sjást standa á hæð, og sjást tals- verðar rústir fyrir vestan þau á hæðinni og vestan í henni, en óglöggar eru þær og líta út fyrir að vera misgamlar og hver ofaná annari. Austanundir hæðinni, nær ánni, er tóft sem lík- ist fjósi og hlöðu. Má vera að bærinn Hella hafi einnig staðið þar austanundir hæðinni, þó nú sjáist þess ekki merki. Þar hefir blásið upp og gróið aftur. Enn þá gat hjáleiga frá Hellu, Hellukot, hata staðið þar sem rústirnar eru vestan við fjárhúsin verið lengur byggt en heimabærinn og því haldist nafnið »Hellu- kot«. Ámótsvað, Þar sem Hvítá og Reykjadalsá mœtast (þ. e. koma saman), er þar litlu neðar. Það heitir nú Klettsvað, og er aðeins fært þegar Hvítá er lítil. Viðauki. Sverðhóll. í túninu á Valbjarnarvöllum í Borgarhrepp eru þrír smá- hólar, eða stórar þúfur: Valbjarnarleiði, landnámsmanns, Val- bjargarleiði, konu hans (eða dóttur ?) og Sverðhóll, þar sem sverð hans á að vera geymt. Ekki er mikið stórvirki að grafa upp hóla þessa; er og auðsjeð að grafið hefir verið í Valbjarnar- leiði og er sögn, að við það hafi verið hætt, af því bærinn sýndist í báli. Af því nú var búið að slá og hirða túnið kring- um Sverðhól, en óslegið kringum hina, þá komum við Jón bóndi okkur saman um að grafa í hann. Þar reyndist að vera *• klettur, hullinn þunnum jarðvegi. En hann var sprunginn sundur niður í gegn, svo djúpt sem kanna mátti með stöng, og var glufan 3—4 þuml, við. Sverði hefði mátt smeygja í hana; en ekkí var nú þess merki að finna.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.