Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Side 20

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Side 20
20 en hin er nál. 31/* fðra. á lengd og breidd og mun grynnri en hin. Mun hin eystri hafa verið fjós, en hin heystæði (eða hlaða) Fáum föðmum vestar og nær brekkunni, er bæjartóftin (a). Það er einn skáli, nálægt 13 fðm. langur og nál. 5 tðm. breiður — en takmörk veggjanna að utan eru þó fremur óglögg víðast. — Við austur enda hans er áfast við hann sjerstakt hús, það ligg- ur þversum eða rjettara sagt snýr fram endanum undan hallan- um; en skálinn snýr hliðvegg undan hallanum mót suðri. Gafl þessa húss nær alveg upp að brekkunni, því það er dálftið lengra en skálinn er breiður, eða um 6 fðm., dyrnar eru á suð- urenda þess við skálahornið, er svo að sjá, sem úr þeim dyrum hafi verið innangengt i skálann um suðaustur horn hans. Þó lítur svo út, sem einnig hafi verið dyr á suðurhliðvegg skálans nokkru vestar en um miðju hans. Þar er að minnsta kosti djúp lægð i hann; en grjót var þar þó undir, eins og annars í allri tóft- inni. Vestur við hornið er einnig lægð, en þó svo litil að þar hafa vist ekki verið dyr. Þaðan beint niður brekku hallann sjer hjer og hvar fyrir lautar-dragi (e-e) ofan að upphækkun einni (d) sem er niður frá vesturenda tóftarinnar, svo sem 13—14 fðm. frá henni. Upphækkun þessi er óreglulega kringlótt, nál. 3'/a fðm í þvermál, flöt ofan og full af grjóti. Hún er hrunin utan og grasi vaxin neðan til. Eftir því sem hún lítur út, er ekki hægt að gizka á, til hvers hún hefir verið, nema ef það hefði annað hvort verið vígi eða blótstalli (hörgur). Og ef það hefði verið vígi, kynni þangað að hafa legið jarðhús, eða undirgangur frá bænum, og lautardragið verið leifar þess. Landnáma nefnir jarðhús Ljótólfs í Fellsskógum; en ekki er að sjá að það hafl staðið í sambandi við bæinn. Hún nefnir og ekkert vfgi; og er ekki er vert að leiða frekari getur um þetta. — Fáum föðmum vestur frá skálatóftinni er sjerstök tóft (c) upp við brekkuna. Hún hefir dyr á suðurgafli, er rúml. 4 fðm. löng og því nær eins breið en veggirnir eru mjög útflattir. Liklega hefir annað- hvort þessi tóftin, eða þá hin, sem áföst er austurenda skálans verið smiðja Ljótólfs, því hann var járnsmiður; Landnáma getur þess. Og Jónas sagðist einusinni hafa fundið sindurstykki fyrir neðan rústirnar. Um útgröft þessara tófta var ekki að tala: því bæði var það, að tfma og verkamenn vantaði, og svo var auð- sjeð að það hefði orðið mjög erfltt verk, hefði það átt að koma að notum þar eð tóftirnar eru fullar af grjóti, sem fallið hefir úr veggjunum og auk þess sumstaðar hrísi vaxnar1. 1) Herra Þorsteinn Erlingsson frá Khöfn reyndi nokkra síðar að

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar: Megintexti (01.01.1896)
https://timarit.is/issue/139776

Link til denne side:

Link til denne artikel: Rannsóknir byggðaleifa upp frá Hrunamannahreppi sumarið 1895.
https://timarit.is/gegnir/991003887969706886

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.

Megintexti (01.01.1896)

Handlinger: