Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Qupperneq 22

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Qupperneq 22
22 orðið eftir af þeim annað en þúfna rimar; en aftur eru sumar yngri, þvi hjer heflr á seinni tímum verið sel frá Staðarfelli og er seltóftin ofaná bæjartóftinni, en kvijatóftir til og frá. Á einum stað sjer fyrir hálfhringtnyndaðri girðingu, sem hverfur i þúfna- rima. Má vera að það hafl verið kirkjugarður og sje önnur hlið hans og kirkjutóftin orðin að þúfum. En alsagt er, að Staðar- bakki hafl verið kirkjustaður dalbúa. Ofan hjá bænum rennur gil, er Færigil heitir, það færir sig til að neðanverðu, og heflr brotið af túninu og tóftunum, svo eigi er hægt að segja hve mik- ið vantar. Það hefir og borið skriðu yfir brunn, er gamlir menn muna eftir að þar var, hafði hann verið mjög vel hlaðinn innan og gott vatn í honum. Hólkot var litlu utar með hlíðinni sama megin og hafðiver- ið hjáleiga frá Staðarbakka. Þar býr nú húsmaður og er þar hýsing nokkur, svo eigi er um rústir að ræða. Hríshlíð er nokkuð löngu innar í dalnum einnig að norðan verðu. Er þar há hlfð, sem enn heitir Hrishlið og er það ör- nefni takmarkað af tveimur gljúfragiljum, heitir hið ytra Álfagil, en hið innra Jötnagil; eru þau bæði ákaflega hrikaleg, einkum þó Álfagil, sem er eitthvert svipmesta hamragil sem jeg hefi sjeð. í því er fors, hár og fagur, Sagt er, að i Hríshlíð hafi verið tveir bæir. Rústir sjást ekki; en einkennileg þúfnabörð eru þar á tveim stöðum og lækjasitrur nærri. Má vera að það sjeu eftirleifar rústanna. Dyngja er sýnd á svo nefndum Hólmi. Það er undirlendi sunnanmegin árinnar. Þar sjest gjörla upphækkuð rúst; en að stærðinni til vantar mikið á að það geti verið heil bæjarrúst. Þar er lika orsök til: áin hefir fyrir nokkru runnið þar fast að brotið bakkann og tekið burt meira eða minna af rústinni. Svo hefir hún lagst frá aftur, og er þar nú mýrardrag sem farvegur hennar hefur verið. Það stykkið sem seinast heflr brotnað af rústinni, liggur niðursokkið til hálfs i mýrardraginu, en stendur til hálfs upp úr þvi, eins og aflöng þúfa. — Dyngja er litlu utar en á móts við Staðarbakka, og hefir þar verið skammt í milli. — Á Hólminum, og þaðan úteftir dalnum, hafa verið engjargóðará undirlendinu. Góðir hagar eru í hlfðunum. Túngarðshólar kváðu hafa verið hjáleiga frá Túngarði, sem enn er byggður bær og stendur við dalsmynnið að sunnanverðu. Rústir hjáleigunnar sjást ekki. En á þeim stað, sem líkast mætti þykja að hún hefði staðið er nú stekkur trá Túngarði. Það er og því til stuðnings, að stekkurinn er nokkuð langt frá bænum iqní

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.