Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Page 26
26
á lengd og 23 fet á breidd, og er norðurendinn hringmyndaður.
Tóptinni er skipt í tvennt með þvervegg og hafa engar dyr ver-
ið á honum. Aíhús þetta er nyrzta húsið í tóptinni og er írá
þverveggnum á ytri brún á hinutn hringmyndaða norðurgafii 39
fet á lengd. Dyr eru á austurhliðinni með þverveggnum, en inni
i húsinu eru þúfur sem liggja þannig að ein hryngmynduð er
inni i sveignum, en 3 aflangar sín með hverjum vegg. Hinn
hlutinn eða aðaltóptin er 57 f'et á lengd á ytri brún á báðum
göflum og skiptist í tvennt með þvervegg og eru dyr á honum
miðjum. Skiptir hann tóptinni þannig, að fremsta húsið er þrem
fetum lengra en hið innra. Aðaldyrnar eru á austurhliðinni með
syðra gafli. Þar sem undirstöðusteinarnir sjást greinilegast mátti
nákvæmlega mæla innanmál tóptarinnar og mældist hún 15 fet
á breidd.
Hjer um bil 20 faðma frá suðurhorni tóptar þessarar liggja
tóptir minni og veggja þynnri, en þó fullglöggvar flestar (sjá VI.
og VIII,—XI. mynd). Fyrst eru 4 tóptir samfastar og er stærð
þeirra þessi að utaumáli:
1. lengd 30 fet, breidd 20 fet
2. — 20 — — 20 —
3. _ 30 _ _ 18
4. _ 30 — — 18 —
Á 1 og 2 og 3 eru dyr á austurhlið og á veggnum milli 2 og 3
virðist votta fyrir dyrum. Á 4 eru dyr á norðurhlið.
Þá koma tvær tóptir hver fram af annari þannig:
5. lengd 18 fet, breidd 18 fet
6. _ 20 — — 20 —
Þá kemur stór rúst er virðist hafa verið skipt í tvennt og jeg
þvi tel 7. og 8. en má vel vera að hafi verið skipt i þrennt eða
jafnvel fernt. Mál á rústinni virðist vera: lengd 48 fet, breidd 36
fet. 9. er brot við suðurenda rústar þessarar c. 18 fet á breidd.
Allar þessar tóptir liggja í sömu stefnu út og fram eftir
hjeraðinu.
10. og 11. eru ógreinileg tóptabrot svo stærð þeirra verður
ekki mæld. Þau eru samföst og liggja frá suðri til norðurs.
Allar þessar 11 tóptir liggja lægra og ber því minna á þeim,
svo jafnvel nákunnugir menn vissu ekkert um þær. llverskyns
tóptir þetta sjeu finnst mjer liggja í augum uppi. Hvað þeim 11
eða máske 13 smærri tóptum. viðvíkur þá er það auðsætt af
stærð þeirra, lögun og legu að það eru fornar þingbúðatóptir,
þó þess sje mjer vitanlega hvergi getið að hjer hafi verið þing.
Að stóra tóptin sje hoftópt gæti ef til vill verið meira vafamál,