Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Síða 29
Um
nokkur vafasöm atriði í Islendinga-
sögum.
Það er kunnugt, að »kritik« vorra tíma hefir meðal annars
ráðist á ýms atriði í sögum vorum, og gjört þau að meira eða
minna leyti vafasöm. Sumstaðar gengur hún svo langt, að hún
dæmir þetta eða hitt söguatriðið tóman tilbúning, ef ekki alla
söguna, sem um er að ræða. Þetta er leiðinlegt. En bót erþað
í. máli, að »kritikin« er ekki óskeikul; það má opt finna misfellur
á dómum og ályktunum hennar. Oneitanlega hefir hún ástæður
að byggja á; en af sömu ástæðum má opt draga allt aðrar á-
lyktanir með engu minni rjetti. Þetta vil jeg leitast við að sýna
með því, að benda á nokkur dæmi.
Astæðunum, sem »kritikin« byggir á, mun mega skifta í 5
flokka:
1. að söguatriðið líkist einhverju öðru,
2. að það segir frá ólíklegum atburðum,
3. að Það rekur sig á í staðlegu tilliti,
4. að því ber ekki saman við tímatal,
5. að því ber ekki saman við aðrar sögur.
Fyrsti flolcJcurinn er fáskipaður. Það mun ekki vera nema
eitt dæmi til þess, að íslenzkt söguatriði líkist útlendu ævintýri.
Það er frásögn Víga-Glúmssögu um víg Kálfs frá Stokkahlöðum.
En engum kunnugum manni mun blandast hugur um, að þaðsje
hrein og bein tilviljun, að þetta atriði líkist dálítið útlendu ævin-
týri. Og hví skyldi slíkt eigi geta viljað til? Það er næsta
hæpið, að draga ályktun af slíku gegn sögu, sem að öðru leyti