Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Síða 30

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Síða 30
30 hefir öll áreiðanleiks einkenni: ber vel heim hvað staði og tímatal snertir, svo og við aðrar sögur í öllu verulegu, og sem einmitt í þessu atriði kemur svo mætavel saman við skapferli Glúms, eins og það lýsir sjer annarstaðar. Yfir höfuð er ekki að sjá, að hinir fornu söguritarar vorir hafi haft neina tilhneigingu til þess að tileinka Islendingum útlendar sagnir. Raunar er auð- sjeð, að atriði úr Odysseifskviðu hefir komizt inn í Hrólfssögu Gautrekssonar. En þar stendur öðru vísi á: Sú saga er útlend, þó hún hafi borizt til Islands og verið skrásett þar; mun hún hafa fengið þessa viðbót í útlöndum, en ekki hjer. En það er »móð- ins« nú á dögum, að ímynda sjer, að líkar sögur sjeu raunar ein saga í fleiri myndum; — það getur stundum verið rjett og stund- um ekki. Þessu skyld er sú tilhneiging, sem stundum kemur fram hjá mönnum þegar talað er um tvo staði i sama hjeraði, sem eiga liJc nöfn: þá halda menn, ef þeir eru ókunnugir, að allt sje sami staðurinn, en nafn hans hafi breyzt. Og sjeu nú þessi ]iku ör- nefni týnd, annað eða bæði, þá liggur beint við, að úr þeim verði gjört eitt örnefni fyrir fullt og allt. Sem dæmi upp á þetta má nefna örnefnin Holtavað og Holtsvað í Njálu. Þau hafa sumir, af ó- kunnugleik, gjört að einu örnefni. Að vísu kemur það mál eigi beinlínis við »kritik« vorra tima, því sum af elztu handritum sög- unnar rugla örnefnum þessum saman. En það þarf leiðrjetting- ar eins fyrir því, og vil jeg fara um það nokkrum orðum á þess- um stað. Enda hygg jeg, að svo megi líta á, að »kritik« afskrif- ara hafi valdið ruglinginum. Svo stendur nfl. á, að frumrit Njálu er týnt, og ef til vill ýmsar elztu afskriftir lika. En af þeim, sem til eru, hafa sumar Holtavað í 116. og 117. kap., en Holtsvað í 131. kap., en aptur hafa aðrar, — óneitanlega gamlar og góðar, — y>Holtsvað« á öllum stöðunum. Hvorar afskriftirnar munu nú hafa fylgt frumritinu ? Jeg hygg vafalaust þær, sem hafa örnefnin tvö: því þar með samrýmist sagan við landslagið, og er óskiljanlegt, að mislestur eða misritun hefði getað valdið því. Hitt er skiljanlegt, að ókunnugir afskrifarar hafi tekið tvö Wc örnefni í sama hjeraði fyrir eitt örnefni og í þeirri trú vikið viljandi frá frumritinu til þess, að leiðrjetta ritvillu í því, — er þeir hafa álitið svo. (Það er þetta. sem jeg kalla »kritik« af skrifara.) Hefðu þeir haft staðlegan kunnugleik, þá hefðu þeir ekki gjört þetta, því þá hefðu þeir sjeð, að með því gjörðu þeir söguna óskiljanlega. Liklega hafa þeir, sem bjuggu »Kaupmanna- hafnar-Njálu« undir prentun, fengið bendingu um þetta frá ein- hverjum kunnugum, því hún er prentuð eptir hinum rjettari af-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.