Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Årgang

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Side 31

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Side 31
31 skríftum. Ilinar síðari eru þar á mót prentaðar eptir hinum. Þeir, sem bjuggu þær undir prentun. hafa álitið þau handritin bezt, — og án efa byggt það á »kritik«, sem sizt skal neita um sitt gildi. En þrátt fyrir það er jeg sannfærður um, að í þessu hefðu þeir ekki fylgt þeim, ef þeir hefði verið kunnugir þar, sem liin umræddu söguatriði gerðust. Þó bæði þessi örnefni, Holtavað og Holtsvað, sjeu týud, mun mega finna þau bæði eptir bendingum sögunnar og öðrum líkum. Holtavað mun hafa verið á Þjórsá fyrir austan Arnesið, með- an áin rann þar öll. Þar er farvegur hennar mjög breiður og grunnur og báðurn megin liggur þar að forn vegur. Þanu veg hafa þingmenn farið, er þeir fóru um Laxárbakka, það lá beint við. Þar hefir verið vel fallinn áfangastaður austan árinnar: hag- lendi gott, bæði mýri og valllendi. Þar hefir verið þingstaður til forna: heitir þar Þingholt, og sjást búðatóftir og dómhringur, sem Sigurður Vigfússon hefir lýst (Árb. fornl.fjel. 1888—92 bls. 60)1. Nafn sitt hefir vaðið haft af því, aðþað iá svo nærri Þiórs- árholtum (nú Holtasveit) og Flagveltuholti (»Flagbjarnarholti«), auk þess sem Þingholt og fleiri smáholt eru rjett hjá því. Það er varla vafamál, að á þessum stað, á þingstaðnum, hefir það verið sem Flosi dvaldi, er hann »beið Sigfússona og annara sinna manna«. Þar á inót er það öldungis óhugsandi, að menn hafi á þessum stað mælt sjer mót, til að skiftast í leitir eptir brennu- mönnum. Það er sú fjarstæða sem engu tali tekur, að ætla, að Kári hafi beðið Mörð að safna liði um Rangárvöllu til leitanna, en fara þó fyrst með það vestur að Þjórsá! Og þó um Nauta- vað væri að ræða, þá er það öldungis sama fjarstæðan. því Nautavað er á Þjórsá eins og Holtavað hefir verið, að eins spöl- korni ofar, sem í þvi tilliti gerir ekkert til. Það er óhugsandi að Holtsvað hafi verið á Þjórsá. Ekki mun Holtavað heldur hafa ver- ið sama sem Nautavað: Það liggur eigi eins beint við þingmönn- um og hið forna (þó þetta út af fyrir sig gjöri lítið til). Þar er harðlent og snögglent við vaðið og því óhagkvæmur áfangastað- ur langferðahestum; mun Flosi eigi hafa beðið þar. Og eigi er hægt að sjá við hvaða »holt« það hefði átt að vera kennt: Bæði »Þjórsárholts-holt« og Flagveltuholt eru ofiangt frá því til þess: önnur örnefni eru í milli. Er og sennilegast, að það vað hafi heitið Nautavað síðan það fannst. Á það benda og munnmælin: 1) ÁSur hafði jeg, í grein minni »um þriðjungamót«, bent á þingstað- inn og vaðið. Olafur sál. Gíslason í Flagveltu hafði vakið eptirtekt mína á því.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.