Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Síða 32

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Síða 32
32 að það hafi fundist þá, er naut Páls biskups hafi strokið frá Skálholti að Skarði, og farið þar yfir. Holtsvað mun hafa verið á Fiská í dalnum milli Þríhyrnings og Vatnsfells (sem nú heitir Vatndalsfjall), og mun það hafa ver- ið kennt við bæinn Holt, þar sem Hróðný bjó. Mun sábærhafa staðið suðvestan undir Reynifellsöldu; þar sjer til rústa1 ef vel er að gáð. En þó Holt stæði fyrir norðan ána, mun það hafa átt land fyrir sunnan hana, bæði dalinn og Vatnsfell, en fjenaður þaðan gengið suður um Sljettafell eða lengra. Því var eðlilegt að smalamaður frá Holti finndi lík Höskuldar Njálssonar í Hösk- uldarlág. (Hún er milli Sljettafells og Sámsstaða). Þá mun dal- urinn hafa heitið Vaðsdalur og verið kenndur við vaðið (Holts- vað). Mun það vera upprunamynd bæjarnafnsins: »Vatnsdalur». Sá bær hefir að öllum likindum eigi verið byggður fyr en Holt var komið í eyði. Er eigi hægt að sjá, hvar fyrir hann geti heitið »Vatnsdalur«. Vatnið á fjallinu er of langt frá honum til þess og sjest eigi einu sinni að heiman. Enda lá nær, ef kenna skyldi bæiun við vatnið, að nefna hann Vatnsfell, eftir fjallinu. Aftur liggur hitt beint við, að bærinn fengi sama nafn, sem dal- uriun hatði áður, nfi. Vaðsdalur; hefir svo orðið úr því »Vatns- dalur« af óglöggum framburði. Sumir teija raunar ólíklegt, að vað hafi verið kallað á jafn lítilli á og Fiská er; en víða veit jeg kallað vað á minni sprænu. En frœgt örnefni hefði Holtsvað samt ekki orðið, ef menn hefðu ekki komið þar saman 1 þeim sögulegu erindum, að skifta sjer i leitir að elta brennumenn. Til þess var enginn staður hentugri, hvort sem fara skyldi nyrðri eða syðri Fjallabaksveg, austur á Goðaland eða austur fyrir Selja- landsmúla. Hjer var næstum eins og miðpunktur fyrir þá vegi. En hafi nú Holtsvað verið hjer, — sem varla er vafamál,— þá er ástæða til að spyrja: Var það ekki þar, sem Flosi beið Sigfússona og annara sinna manna? En sagan sýnir, að svo hefir ekki verið. Þaðan er örskammt að Keldum og leiðin ligg- ur þar um, svo Flosi hefði fundið Ingjald heima, og eigiþurft að senda honum orð, ef hann hefði farið þessa leið. En hann hefir 1) Rústum þessum veitti jeg eftirtekt (ef til vill fyrstur manna nú á tímum) er jeg var þar á ferð 1878. Datt mjer strax Holt í hug, því þaS getur komiS vel heim, bæði við Njálu og landslag, að þaS hafi þar veriS. A þetta henti jeg Magnúsi hreppstjóra Arnasyni í Vatnsdal og sjera Skúla Gíslasyni á BreiSabólsstað. Fjellust þeir háðir á ætlun mína, og einnig Sigurður Vigfússon, er hann skoðaSi, rúst þessa, að tilvísun þeirra sr. Skúla og Magnúsar, 1883 (sbr. Árbók fornl.fjel 1888—92 bls. 47).

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.