Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Síða 33
33
farið þjóðleið, um Hvolhrepp, og því þurft að «senda orð In-
gjaldi« að koma í veg fyrir sig til viðtals. Ingjaldur hefir eigi
náð honum fyr en út við Holtavað; og með því hann hefir eigi
búið sig til þingfarar áður en hann fór, varð hann að ríða »heim
fyrst, og þaðan til þings«. Það er svo langt, að þess var get-
andi í sögunni.
Þannig virðist mjer, að allar líkur sjeu með því, en engar
móti því, að Holtavað og Holtsvað sje sitt á hvorum stað. Og
það gefur jafnframt þá bendingu, að varúðarvert muni að álykta
svo, að tvennt likt, sem fyrir kemur í sögum, hljóti að vera eitt
og hið sama.
Undir annan flokkinn heyra bæði sagnir um viðureign manna
og huldra vætta og sagnir um ótrúleg þrekvirki. Um hvort-
tveggja lætur «krítíkin« sjer nægja að segja, að þjóðtrúin hafi
smeygt slíku inn í sögurnar, meðan þær gengu í munnmælum,
en eignar það ekki vísvítandi tilbúningi, sem líka væri mesta
fjarstæða. Hjer má því samsinna henni, þó með því að benda
um leið á það, að óþarfi er að taka mjög mikið af um hið ótrú-
lega: mun ekki mega neita því, að sumt er enn ekki unnt að
skýra, sem þó hefir átt sjer stað. Og hvað þrekvirkin sjer í lagi
snertir, þá er bágt að segja, hve langt menn geta komizt með
æfingu. Grettir mun t. a. m. liafa æft sig á steintökum; — en úti
það skal samt ekki fara. Það er ekki meira að höggva mann
sundur i miðju, sem sagt er t. d. um Kára, heldur en að höggva
höfuð af 5 mönnum i einu, sem Pjetur mikli og Menzikof fursti
ljeku við Strelitza-fangana. Og óþarfi er að rengja það, að Þjóst-
ólfur hafi farið einn á skipi útí Bjarneyjar: gamlir menn áFells-
strönd muna eftir manni, sem ljek sama dirfskubragðið, og þó sá
munurinn, að Þjóstólfur var í vigahug, en hinn ekki. Getgát-
unnar, aö Bjameyjar sje = Latnbey, þarf því ekki við; enda telja
kunmigir liana fjarri líkingum, eftir því sem á stóð um ferð
Þorvalds. Mun það v(ða nokkur vandi, að ákveða með vissu,
hverju þjóðtrúin hefir smeygt inn í sögurnar. En þó þær beri
merki hennar, sannar það ekki annað en að söguritararnir rit-
uðu eins og þeim var sagt frá.
Þriðji flokkurinn, þar sem sögur reka sig á í staðlegu tilliti,
sýnir ekki annað en það, að sá, er söguna ritaði, hafði sjálfur
eigi komið á þá staði, sem um er að ræða, en farið eftir annara
lýsingum og þeirri staðlegu hugmynd, sem hann fjekk af þeim.
En alkunnugt er, að ómögulegt er að fá alveg rjetta hugmynd
um stað eða svæði af eintómri lýsingu annara. Vanalega hugs-
ar maður sjer þá svæðið mildu minna og staði og afstöðu öðru-
5