Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Qupperneq 36

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Qupperneq 36
36 »tilbúning«, heldur ura missögn eða ónákværani, og rná oftast finna, hvar í það liggur. Það getur jafnvel viljað til, að »krítik in« sjálf geri sjer erviðara fyrir með því, að rengja sannan sögustað. Þegar er t. a. m. rengt, að Rútur hafi verið áttræður, er hann drap Eldgrim, sem Laxdæla segir, þá verður óhægra að koma aldri hans og móður hans saman við tímatalíð. Sje orðum sögunnar fylgt, leggur allt sig sjálft. Rútur gat verið vel ern þó hann væri áttræður. Hann gat komið sjer við Gunnhildi þó hann væri hátt á sextugsaldri. En Unnur hefir þá verið síðasta kona hans; má og eigi neita, að frásögnin bendir til þess, að svo hafi verið. — ÞórðarsögU hreðu hefir »krítikin« dæmt svo að segja til dauða, af því að drápi Sigurðar slefu ber ekki heim við aldur Miðfjarðarskeggja. Nærri liggur þó að ætla, að þar sje blandað málum1; að Þórður hafi t. a. m. ekki verið bróðir Klypps hersis, er drap Sigurð slefu, og ekki verið að þvi vígi, en verið, ef til vill, bróðir annars eldra Klypps í sömu ættinni og verið með honum að vigi annars höfðinga og því orðið að fara til íslands. Fáum söguatriðum mun óhægra að koma saman við tímatal, en vígi Helga Harðbeinssonar. Flestum og þar á með- al söguritaranum, hefir þótt óhugsandi, að Bolii Bollason hafi far- ið til föðurhefndanna yngri en 12 ára. En þvi verður tæplega komið heim við tímatal; enda er ólíklegt, að hefndin hafi dreg- ist svo lengi. Er iíklegra, að hún hafi farið fram mjög skömmu eftir víg Bolla; það íellur og betur saman við timatalið. En þá þykir óhugsandi, að Bolli hinn yngri hafi verið i förinni. En hafi hann ekki hefnt föður sins, — að riafninu í hið minnsta, — þá þykir spá Helga, urn höfuðbana sinn, hvergi eiga við. Þyk- ir þá helzt lita út fyrir, að allt sje tómur tilbúningur, bæði spá Helga og föðurhefnd Bolla hins yngra. Það er ekki láandi, þó þeir, sem komizt hafa að þessari niðurstöðu, vantreysti trúverð- ugleik Laxdælu yfir höfuð. En jeg get ekki sjeð, að þessi niður- staða sje óhjákvæmileg, enda þó fylgt sje óþvinguðu tímatali. Spádómsorð Helga þurfa ekki að vera, — og munu ekki vera, — tilbúningur að heldur, þó Bolli hafi engan þátt tekið í vígi Helga; þau geta verið misskilin og þar af leiðandi dálítið aflög- uð: Helgi hefir, ef til vill, sagt á þá leið, að undan þessu blæjuhorni (o: undan rifjum Guðrúnar = úr huga hennar) mundi sjer banaráð koma. Þetta gat átt við, hvort sem Guðrún gekk þá með Bolla eða ekki. En það lá svo nærri að heimfæra þessi 1) Sbr. Árbók fornl.fjel. 1895 bls. 11—12.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.