Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 40

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 40
40 Noregi, neraa að för Kálfs til Englands fellur þá burt. Til þeirr- ar meiningar virðist það líka benda, að Kjartan frjetti ekki kvon- fang Bolla til Noregs; það sýnist í fljótu bragði líklegt, að hann hefði frjett það, ef ár hefði liðið miili þess, er þeir fóru út. Þeg- ar betúr er að gáð, sannar þetta samt ekkert: það sýnir að eins að þeir, sem báru konungi fregnina um, að kristni væri lögtek- in á Islandi, hafa eigi verið úr þeim hjeruðum, sem kunnleik höfðu af Breíðaflrði. A hinn bóginn er eitt atriði, sem gerir það nokkuð ólíklegt, að Kjartan hafi ekki verið nema einn vetur í Noregi. Það er kvonfang Bolla. Ef svo hefði verið, þá hefði Kjartan átt að koma út að eins 2- 3 mánuðum síðar en Bolli, og er þá varla hægt að hugsa sjer, að Bolli hefði getað verið búinn að fá Guðrúnar á þeim tíma, eins og á stóð. Hugsum oss Bolla slægan, — sem hann mun þó ekki hafa verið, — setjum að hann hafi gjórt sem mest úr ástunr Kjartans og Ingibjargar og talið sem mest ólíkindi á því, að Kjartan kæmi nokkurn tíma, en ver- ið á hiun bóginn hálfhræddur um, að hann kæmi, og því viljað hraða brúðkaupinu sem mest. Það hefði samt þurft lengri tíma til þess, að hugur Guðrúnar yrði Kjartani svo f'ráhverfur, að hún gæti unnað öðrum; og það var ósamboðið »spökum« manni, sem Osvífur var, að hrapa að því undir eins, að gifta hana Bolla. Það var unnaðhvort, að þau væntu Kjartans eða þau væntu hans ekki: ef þau væntu hans, þá var sjálfsagt að bíða hans; en ef þau væntu hans ekki, þá var nógur tíminn að halda brúðkaup- ið þegar haustaði, — því þá, eins og nú, var vorið eða haustið hentugasti timinn til þess, Að eins með einu móti sýnist mjer þetta geta orðið skiljanlegt, nfl: að þau hafi fyrirfram metið Bolla meira en Kjartan undir niðrí og því gripið tækifærið feg- ins hendi. En sagan bendir ekki til þess, að svo hafi verið. Ekki skal neita því, að einhver önnur atvik, sem ekki er getið, gdtu flýtt fyrir brúðkaupinu: allt sem Laxdæla lætur fara fram á 2 árum, — að sleppri Englandsför Kálfs, — gat farið fram á einu ári. En ólíklegra er það. En þó það hafi farið fram á tveim árum, þó Laxdæla, — eins og Hallfreðar saga, — hafi rjettara en Kristnisaga, Heimskringla og Ólafs saga Odds, þá leiðir alls ekki þar af, að þær síðartöldu sögur megi álíta óá- reiðanlegar í því, sem tilgangur þeirra er að segja frá. Það er þvert á móti. Þetta er svo eðliiegt af þeim ástæðum, sem áður voru teknar fram. Þetta hefi jeg ritað, eigi í því skyni að taka þetta efni í gegn vísindalega, eða tæma það, — þá dul ætlaði jeg mjer eng- anveginn, — heldur í því skyni, að gefa bendingar, er gæti vak-

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.