Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Árgangur

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 42

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Blaðsíða 42
42 Okið, það fjall skilur Hafradal frá megindalnum. Þetta barð eða rúst var upp undir Okinu, mjög óglöggt og umkringt skriðum. Gat hann til að þar hefði Brennunes verið. Það hafði Halldóra enn fremur sagt, að í ungdæmi sínu hefði almennt verið talið víst, að Borg væri sami bær sem Torfhvalastaðir, er Landnáma nefnir. Sá bær hefði verið mestur í dalnum, en þar næst Hafurstaðir. Einnig hafði hún heyrt, að tveir bæir mundu hafa verið á Baulárvöllum. Þetta sagði Halldór mjer sjálfur, er jeg sótti hann heim sumarið 1896. Þá sagði hann mjer líka, að i mæli væri, að í Laugadal, sem gengur inn af Hörðudal, hefði bær verið, er hjet að Laug- um, og verið kirkjustaður. Hann hefði lagzt af og kirkjan þá verið flutt að Hrafnabjörgum, en siðar að Snóksdal. Hefði ver- ið til fram á sina daga Rrafnahjarga máldagi, og fylgt eign þeirr- ar jarðar, sagðist hafa sjeð hann, og væri hann frá síðari hluta 14. aldar (hann mundi ekki ártalið). Þar hefði verið talinn með- al annara eigna Hrafnabjargakirkju nautaupprekstur á Langa- vatnsdal. Af því er að ráða, að dalurinn hafi verið eyddur fyrir Svartadauða. Það væri ekki ómerkilegt, ef þessi máldagi kynni. enn að vera til, og væri vert að spyrjast fyrir um það. Br. J.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.