Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Ukioqatigiit

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Qupperneq 43

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Qupperneq 43
Um myndir af gripum í forngripa- safninu. Eptir Pálma Pálsson. Legsteinn frá Hofi í Vopnafiröi. Legsteinn þessi, sem er nr. 3915 í safninn, er úr mórauð- um steini (sandsteini), mjúkum, 2 m. að lengd og 0,58 ra. að breidd, en 0,17 m. að þykt. Umhverfis allan steininn er af- markaður með skorum 9—12 sm. breiður bekkur og þar á stend- ur með upphleyptu gotnesku letri: 2ítio 1569 lcttgQr . bagiti . 3 . buita . suntiu. rnifu . Fallaöe . gut> . tit. fítt. 3 . fitt. 2!ife. þei&atrltga . Fuinu . ...i&e. tþorsteinf. öottur. &rotten.guö . fie. þenar . fat. tla&igur . amefn]. Síðasti stafurinn í síðasta orðinu hefir aldrei verið settur vegna rúmleysis. Efst á steininum innan við þetta letur er afmarkað- ur aflangur ferhyrningur og þar í öðru rnegin mynduð hauskúpa af manni og lærleggur undir (o: dauðinn) og hinu megin stunda- glas (o: lífið), en þar i milli stendur á dálitlum fleti eða skildi með upphleyptu latínuletri: HODIE MICHI CRAS TIBI; þar undir er í öðrum ferhyrningi myndað engilhöfuð með vængjum. Þá kemur þar fyrir neðan einskonar veggskot með hvelfing yfir og þar i er mynduð kona, nær 1 m. að hæð, nokk- uð há lágmynd; hún liggur, hefir svæfil undir höfði og heldur höndum saman yfir um brjóstið; hún er í öllum fötum, en ber- höfðuð, treyjan er nokkuð aðskorin og er lítill pípukragi um hálsinn, pilsið vítt og skósítt og liggur í fellingum; um háls kon- 6*

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.