Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Page 44

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1896, Page 44
44 unnar er tvívafin, gild festi (silfurfesti) og bangir kinga eöa eitt- hvað þess kyns niður úr. Fyrir neðan þessa mynd er ferhyrnd- ur flötur og markaðir þar á 2 hringar og er annar innan í hin- um, en laufblöð í hornunum fyrir utan; á báðum hringunum er mál nokkurt með gröfnu latínuletri;|á innra hringinum stendur: QVI DESERIT PATREM SVVM PVDEFIET SVR 3 CAP, en á hinum ytra, ET QVI IN DINGNE (o: indigne) TRACTET MATREM SIBI IPSI DEDECORI EST. Tilvitnanin á að líkindum við Jesú Síraksbók 3. kap. 18. v.; annars virðast þessi orð næsta kynlega valin, en þau lúta eflaust ekki að konunni, heldur sem mótsetning að þeim, er setti henni þennan stein. Innan í þessum hring er myndaður skjöldur og þar á markaður fugl upphleyptur (lík- lega hani) og sýnist ungi liggja við fætur honum; ofan til á skild- inum standa stafirnir E A, sem mun vera fangamark þess, er gera lét steininn. Margir af stöfum þeim, semgstanda á steininum og hér hafa verið lesnir, eru mjög máðir og óglöggir, svo að einungis sér votta fyrir þeim, en þó er enginn efi á því, að þeir séu hér rétt lesnir; í grafskriptinni sjálfri hafa verið upphleyptir punktar milli orðanna viðast hvar og eru þeir settir hér alstaðar þar sem merki sjást til þeirra á steininum; sumstaðar, einkum að ofan og á brúninni til hægri handar, virðist steinninn hafa máðzt af manna völdum, verið hafður til brýnslu. Auk þessa er steinninn brotinn sundur um þvert, litlu fyrir ofan miðju og stykki sprung- ið af neðra horninu vinstra megin; þar með hafa farið á að gizka 4 stafir framan af nafni konunnar og verður því ekki að svo stöddu með fullri vissu sagt, yfir hverja þessi legsteinn hafi ver- ið ætlaður, en varla munu aðrar konur þar geta til greina kom- ið, en Úlfheiður Þorsteinsdóttir sýslumanns, Finnbogasonar lög- manns, er var gipt Arna Brandssyni, príors á Skriðuklaustri, Rafnssonar, og munu þau hafa búið alla tíð fyrir austan, ef til vill í Vopnafirði; þeirra son hét Eiríkur, er sýslumaður var í Múlasýslu nálægt 1570—87, fór síðan til Hamborgar, kvæntist þar í annað sinn og kom eigi inn aptur; má vera að stafirnir E A á steininum séu fangamark hans og hafi hann látið gera steininn yfir leiði móður sinnar. Ef það er rétt, að steinninn hafi verið gerður yfir leiði Úlfheiðar þessarar, þá hefir nafnið á steininum verið ritað ulfeide, sem og vel má vera, því að í þessu orði hefir h ekki getað verið, þar sem krókurinn á þeim staf ella stendur niður úr linunni, en þess sjást þar engin merki.

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.