Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 4
8
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Lögmannsannáll getur válegra tíðinda á árinu 1429. Þar segir:
Brann kirkjan og klaustrið allt að Munkaþverá. A hinni næstu nótt
eptir laugardaginn fyrsta í þorra um miðnætti, með svo skjótum og hörð-
um tilburð að það brann ei meir en hálfa eykt og allt það góss sem seint
er að greina er í var kirkjunni og klaustrinu. Brunnu tveir klerkar til ólífis
í klaustrinu.9
Því miður fáum við ekki frekari vitneskju um þá kirkju og það klaust-
ur sem þarna varð eldinum að bráð. Omögulegt er að segja til um hvort
kirkjan hefur verið byggð upp í sinni fyrri mynd eða í annarri nýrri, því
heimildir þegja um það þunnu hljóði. Það eina sem fram kemur er að í
bréfum ársettum 1465, 1468 og 1478 segir að þau séu skrifuð í skrúð-
húsinu á Munkaþverá.10
Kirkjan áfyrri hluta í 6. aldar
Næstu heimildir um kirkjuna á Munkaþverárklaustri eru frá árinu 1526
eða litlu síðar. Eftir að Jón biskup Arason tók við Hólastól var gerð skrá
yfir eignir stólsins og klaustranna í biskupsdæminu. Þessi úttekt er skráð í
skinnbók sem Sigurður sonur Jóns lét skrifa og gengur hún undir nafn-
inu Sigurðarregistur. Hluta þeirrar bókar er nú að finna í íslensku forn-
bréfasafni.11 Þetta er fyrst og fremst upptalning á lausagóssi og er ekki út-
tekt á byggingum staðanna. Vegna þess að tilgreint er hvar í húsum
einstakir hlutir eru er samt hægt að fa töluverðar upplýsingar um húsin
sem viðkomandi hlutir eru í. A þennan hátt kemur í ljós að klaustur-
kirkjan á Munkaþverá var þá að öllum líkindum með krossörmum og
full listmuna af ýmsu tagi.
Ein leið til að geta sér til um byggingarlag þessarar kirkju er að slást í
for með þeim sem skrifa upp. Skoðunarmenn hefjast greinilega handa í
kór þar sem þeir nefna fyrst kross þann sem háaltarið prýðir. Krossarmar
kirkju nefndust á gömlu máli stúkur og eru næst taldir upp gripir í
Onnustúku en þar á eftir í Jónsstúku, svo í kapellu, þá í hákór, skrúðhúsi
og síðast í kórnum þar sem þeir byijuðu.12
Ut frá upptalningu á altarisklæðum má sjá að í klausturkirkjunni hafa
verið a.m.k. fjögur ölturu ef ekki fimm. Hvert altari virðist hafa haft sín
sérstöku klæði. Talað er um klæði á útaltari, Maríualtari, Onnualtari,
Mikaelsaltari og svo háaltari. Ut frá líkneskju- og altarisbríkaupptalningu
má reyna að staðsetja þessi ölturu í kirkjunni. Beinunt orðum segir að
Maríualtari sé i Onnustúku, sem er ekki svo fráleitt þar sem Anna var tal-
in móðir Maríu.13 Hins vegar lítur svo út, af upptalningunni að dæma,
sem Mikaelsaltari sé einnig staðsett í Onnustúku sem og Onnualtari. I