Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 10
14
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
þverá. Það sést í bréfi konungs til stiftamtmanns árið eftir þar sem hinum
síðarnefnda er falið að tilkynna Sveini Torfasyni klausturhaldara á
Munkaþverá að hann megi endurreisa hina fbllnu kirkju en hún eigi að
verða minni en áður, þó ekki minni en Þingeyraklausturkirkja sem þá
mun hafa verið um 24 álnir á lengd eða um 13 metrar.28
I lok vísitasíugjörðarinnar frá 1695 segir svo frá: „En margt er hér
undan fellt sem kirkjunni eftir Sigurðarregistri tilheyrir og nú í þetta sinn
ei framar fékkst né framvísaðist hvað æðra yfirvalds andsvara hlýtur að
bíða“.29 Ætla rnætti að nýlegri úttekt hentaði betur til viðmiðunar, væri
hún til, og er þetta umhugsunarefni í ljósi heimildaskortsins sem ríkir um
kirkjuna allt frá inventar lýsingunni í Sigurðarregistri.
Innri gerð
Hugum nú að innri gerð Munkaþverárkirkju þessarar. Þar hjálpast
skrúðalýsingarnar þrjár frá 1685, 1695 og 170030 að við að skýra þá mynd
sem hægt er að fá út frá þessum heimildum.
Altarið stendur að öllum líkindum innarlega í kórnum og er álitamál
hvort það hefur staðið inni í sanctuarium eða á mótum þess og kórs.
Fyrri kosturinn er þó e.t.v. líklegri. Vegna tjaldsins, sem sagt er kringum
altari, virðist líklegra að það hafi staðið inni í hinu gamla sanctuarium.
Það hefur þó ekki staðið fast upp við austurvegg þess, þar sem minnst er
á skáp fýrir innan altari þar sem skrúðinn er geymdur.
Umbúnaður altaris er glæsilegur. Þar eru gráður fyrir og stólpar beggja
vegna sem bera uppi þverslár sem á hanga sparlök, en það eru sérstök
tjöld sem dregin voru fyrir báðar hliðar altaris og einnig framan fýrir.31
Þá lítur svo út sem sanctuarium eða kór séu tjölduð innan með þrykktu
6. mynd. Maríubrík úr alabastri, nú í Þjóðminjasafni Dana í Kaupmannahöfn, Nat. mus.
nr. 20504. Brík þessi var áður í Munkaþverárkirkju um nokkurra alda skeið. (Ljósm.
Nationalmuseum í Kaupmannahöfn).