Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 19
NOKKRAR KYNSLÓÐIR KIRKNA
23
kirkna en ytri viðum og er í raun ekkert því til fyrirstöðu að innanbún-
aður Munkaþverárkirkna hafi verið að hluta til sá sarni, að minnsta kosti
frá seinni hluta 17. aldar og fram á 19. öld. Ef til vill er hann eldri. Erfitt
er að fullyrða nokkuð um innréttingar klausturkirkjunnar gönrlu en þó
má slá því föstu að endurómur þeirra hafi að einhverju leyti borist alla
leið fram á 19. öld.
KLAUSTURHÚSIN
Elstu heimildir um klausturhúsin að Munkaþverá
Það er vandkvæðum bundið að geta sér til um hvers konar klausturhúsa-
þyrping var byggð á Munkaþverá á 12. öld og hvort eða hvaða breyting-
um hún hefur tekið í aldanna rás.Við skulum því víkja strax að þeim
rýru upplýsinguna sem heimildir gefa um klausturhúsin framan af.
I Sturlungu og Lárentíussögu biskups má finna elstan vitnisburð um
hús Munkaþverárklausturs. Islendinga saga segir frá því að Guðmundur
biskup Arason hafi beðið Sigurð Ormsson að fara að Munkaþverá og
hressa staðinn við sem þá var mjög illa farinn að húsum.50 Þetta mun hafa
verið snemma á 13. öld. I Þorgils sögu skarða er minnst á að menn hafi
gengið í ábótastofu“ og sest þar niður.51 I Lárentíussögu biskups er einnig
að finna upplýsingar um klausturhús á Munkaþverá þar sem getur urn
munkastofu.52 Næst segir af húsum á Munkaþverá þar senr þess getur í
bréfi ársettu 1415 að það sé skrifað í ábótastofunni að Munkaþverá51
Ekki er gott að segja til um hvort klausturhúsin hafa verið endur-
byggð í sinni fyrri mynd eftir kirkju- og klausturbrunann 1429, frekar en
hægt er að segja um kirkjuna. Athyglisvert er þó að í bréfi ársettu 1478
sést að í ábótastofu á Munkaþverá virðist sem viðskipti hafi farið fram
þar um áratug eftir brunann.54 Af þessu virðist ljóst að a.m.k. ábótastofa
hafi verið reist í stað þeirrar sem brann 1429. Hvort hún hefur verið
byggð upp aftur í sinni fyrri mynd er aftur á móti ekki gott að segja.
Klausturhúsin samkvœmt Sigurðarregistri
Forvitnilegt er að skyggnast með úttektarmönnum inn í klausturhúsin.
Strax að lokinni upptalningu bókakosts kirkjunnar víkja úttektarmenn
sér að lausamunum í húsi sem nefnist kapítuli. Þar eru 3 kistur, væntan-
lega fullar af bókurn, því mikil bókaupptalning kemur strax á eftir. Þarna
eru 8 álnir vaðmáls, rekkjuvoð, hægindisver og strigatjald. Einnig er
minnst á matarílát ýmiskonar og þar á rneðal mustarðs og piparkvarnir.
Þá eru talin smíðaáhöld en einnig hjálmar, mjöl, stofutjöld og fleira í því
sama húsi. Þar næst er minnst á maltkvörn, eina hluta, í inöhmarkofaA