Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 19

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 19
NOKKRAR KYNSLÓÐIR KIRKNA 23 kirkna en ytri viðum og er í raun ekkert því til fyrirstöðu að innanbún- aður Munkaþverárkirkna hafi verið að hluta til sá sarni, að minnsta kosti frá seinni hluta 17. aldar og fram á 19. öld. Ef til vill er hann eldri. Erfitt er að fullyrða nokkuð um innréttingar klausturkirkjunnar gönrlu en þó má slá því föstu að endurómur þeirra hafi að einhverju leyti borist alla leið fram á 19. öld. KLAUSTURHÚSIN Elstu heimildir um klausturhúsin að Munkaþverá Það er vandkvæðum bundið að geta sér til um hvers konar klausturhúsa- þyrping var byggð á Munkaþverá á 12. öld og hvort eða hvaða breyting- um hún hefur tekið í aldanna rás.Við skulum því víkja strax að þeim rýru upplýsinguna sem heimildir gefa um klausturhúsin framan af. I Sturlungu og Lárentíussögu biskups má finna elstan vitnisburð um hús Munkaþverárklausturs. Islendinga saga segir frá því að Guðmundur biskup Arason hafi beðið Sigurð Ormsson að fara að Munkaþverá og hressa staðinn við sem þá var mjög illa farinn að húsum.50 Þetta mun hafa verið snemma á 13. öld. I Þorgils sögu skarða er minnst á að menn hafi gengið í ábótastofu“ og sest þar niður.51 I Lárentíussögu biskups er einnig að finna upplýsingar um klausturhús á Munkaþverá þar sem getur urn munkastofu.52 Næst segir af húsum á Munkaþverá þar senr þess getur í bréfi ársettu 1415 að það sé skrifað í ábótastofunni að Munkaþverá51 Ekki er gott að segja til um hvort klausturhúsin hafa verið endur- byggð í sinni fyrri mynd eftir kirkju- og klausturbrunann 1429, frekar en hægt er að segja um kirkjuna. Athyglisvert er þó að í bréfi ársettu 1478 sést að í ábótastofu á Munkaþverá virðist sem viðskipti hafi farið fram þar um áratug eftir brunann.54 Af þessu virðist ljóst að a.m.k. ábótastofa hafi verið reist í stað þeirrar sem brann 1429. Hvort hún hefur verið byggð upp aftur í sinni fyrri mynd er aftur á móti ekki gott að segja. Klausturhúsin samkvœmt Sigurðarregistri Forvitnilegt er að skyggnast með úttektarmönnum inn í klausturhúsin. Strax að lokinni upptalningu bókakosts kirkjunnar víkja úttektarmenn sér að lausamunum í húsi sem nefnist kapítuli. Þar eru 3 kistur, væntan- lega fullar af bókurn, því mikil bókaupptalning kemur strax á eftir. Þarna eru 8 álnir vaðmáls, rekkjuvoð, hægindisver og strigatjald. Einnig er minnst á matarílát ýmiskonar og þar á rneðal mustarðs og piparkvarnir. Þá eru talin smíðaáhöld en einnig hjálmar, mjöl, stofutjöld og fleira í því sama húsi. Þar næst er minnst á maltkvörn, eina hluta, í inöhmarkofaA
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.