Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 24
28
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
Klausturhús í lok í 8. aldar
Eftir brunann 1772 mætti ætla að klausturhús hafi ekki framar staðið á
Munkaþverá. Það sem þó virðist hafa átt sér stað, er endurbygging
klausturhússins sem brann. Um það vitna staðarúttektir frá árunum
178368 og 179669.
I úttektinni frá 1783 segir svo frá: Klaustur hús, svo kallað, að lengd 12
álnir og breidd 5 3/4 al. “70 Út frá Hamborgaralin (0,57m) mælist húsið
tæpir 7 m að lengd og 3,3 m að breidd.
Nýja klausturhúsið er undir portbyggingu en með því er átt við að í
húsinu sé veglegt loft með lágu standþili yfir bitum. Það er næstum tví-
lyft, eiginlega er það ein og hálf hæð. Upp í loftið er fagurlega búinn
stigi með innlæstum uppgangi.
I úttektum klausturhússins fyrir brunann getur aldrei um fjölda einstakra
máttarviða en í úttektunum eftir hann, er þessi fjöldi nákvæmlega tíndur
til. í húsinu endurbyggðu eru 10 stafir, 7 bitar, 9 sperrur og eru 6 af þeim
höggsperrur og þijú langbönd eru á hvora hlið. Nú vaknar spurningin
um það hvort stærð þessa húss sé áþekk stærð hins sem brann. Miðað við
vistarverufjölda þess gamla og lýsingar á því virðist það hafa verið mjög
stórt og reisulegt. Freistandi er því að álykta að hið nýja hafi borið tölu-
verðan svip af því gamla.
Út frá uppgefnum fjölda máttarviða mætti áætla stafgólfafjölda hins
nýja húss. Fimm stafir á hvora hlið í húsinu gefa 4 stafgólf ef miðað er
við svæðin milli þeirra. Ef talið er út frá bitum sem oft eru jafn margir
stafapörum, þó ekki sé svo hér, verða stafgólf hússins 6 þar sem bitarnir
eru sjö. Ef talningin færi fram á loftinu út frá heildarfjölda sperra, yrði
húsið 8 stafgólf þar sem sperrurnar eru 9 í allt. Stafgólfafjöldi virðist því
miður ekki alltaf vera traust mælieining þó svo hann sé ævinlega notaður
í úttektum við lýsingar á húsum. Vera má að misræmið í stafgólfafjölda
þessa húss varpi einhverju ljósi á misræmið í því ganúa.
Skemma á í 8. öld
I úttektinni 1721 segir:
Skemma þar fyrir sunnan [þ.e. sunnan við klausturhúsið] 4ra stafgólfa
með stöfum, syllum, bitum, sperrum, langböndum og mænitróðu.
Upprefti af birki, er sumstaðar grannt og gisið. Standþil og bjórþil
framan undir annars vegar, einnig gisið. Þar er fyrir hurð á járnum
með hespu og keng. Enn vantar fjöl yfir dyrum. Nyrðri veggur hússins
af monsr. Sveini uppgjörður, stæðilegur. Hinn að sönnu endurbættur,