Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Volume

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 29

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 29
NOKKRAR. KYNSLOÐIR KIRKNA 33 kirkja og klausturhús hafi frá fornu fari verið aðskilin frá býlinu sjálfu og má geta sér þess til að slíkt fyrirkomulag hafi helgast af því að búskapur hafi þegar verið til staðar á Munkaþverá þegar klausturlifnaður komst þar á. Þessu til stuðnings má nefna nokkur atriði. I fyrsta lagi segir í Sturl- ungu af mönnum sem áttu vopnaviðskipti á völlunum neðan við Munkaþverá og ennfremur að aðrir menn hafi verið úti á bænum og tal- að til hinna sem voru á völlunum niðri.84 I öðru lagi getur annálsfrásögn- in af brunanum 1429 eingöngu um skaða á kirkju, klaustri og klerkum en hvorki á vinnufólki né skepnum. I þriðja lagi má nefna í hvaða röð úttektarmenn ganga í hús í Sigurðarregistri. Þ.e. fyrst í kirkjuna, þá í klausturhús og síðast inn í þau hús sem tekið er fram að séu innan gátta en þar er öH venjuleg bæjarhúsanöfn að finna, eins og skála, búr og skemmu. Bendir þannig flest til þess að um aðskildar einingar klaustur- og bæjarhúsa hafi verið að ræða en tæpast verður úr því skorið hvort klausturhúsaþyrpingin hafi borið keim af klausturgarðsskipulagi eður ei. Uttektir Munkaþverárklausturs á 18. öld eiga það a.m.k. sameiginlegt reikningi staðarins í Sigurðarregistri, að klausturhús eru talin upp í einu lagi en bæjarhús í öðru. Það að bæði klausturhús og kapítuli skuli hafa verið endurbyggð eftir bruna, í svipaðri mynd og þau voru fyrir hann og að þau skyldu einnig hafa haldið nöfnum sínum styrkir þá hugmynd fremur en hitt að klausturhúsunum liafi verið svona fyrir komið meðan klausturlifnaður var enn við lýði á staðnum. Vegna staðsetningar í upptalningu Sigurðarregisturs, áður en hús „inn- an gátta“ eru talin teljast suðurhús og mölunarkofi með hópi hinna eigin- legu klausturhúsa í Sigurðarregistri. Kapítulinn er eina húsið með sama nafni 1526 og á 18. öld en vegna legu skemmunnar suður af „klaustur- húsi“ í úttektum 18. aldar, gefur það þeirri hugmynd undir fótinn að þar sé mögulega um afkomanda suðurhússins í Sigurðarregistri að ræða. Ef stærð klausturhússins á fyrri hluta 18. aldar á sér einhveija stoð í fyrri hús- um sem þar hafa staðið væri hægt að hugsa sér að ábótastofa og skólabað- stofa hafi verið undir sama þaki í svo stóru húsi, einungis hafi verið þiljað á milli. Raunar telur Hörður Agústsson í umfjöUun sinni um klausturhús- in á Munkaþverá að hugsanlegt sé að líta á ábótastofu 1526 og klaustur- hús sem sama húsið þar sem í báðum sé svefnaðstaða.85 Það er þó vand- kvæðurn bundið að finna húsheitum frá fyrri hluta 16. aldar stað í byggingum sem uppi stóðu á 18. öld og verður þess ekki frekar freistað hér. Að lokum er rétt að bera saman þær upplýsingar sem hér á undan hafa komið fram við uppdrátt þann sem Hörður Agústsson gerði af staðnum
Page 1
Page 2
Page 3
Page 4
Page 5
Page 6
Page 7
Page 8
Page 9
Page 10
Page 11
Page 12
Page 13
Page 14
Page 15
Page 16
Page 17
Page 18
Page 19
Page 20
Page 21
Page 22
Page 23
Page 24
Page 25
Page 26
Page 27
Page 28
Page 29
Page 30
Page 31
Page 32
Page 33
Page 34
Page 35
Page 36
Page 37
Page 38
Page 39
Page 40
Page 41
Page 42
Page 43
Page 44
Page 45
Page 46
Page 47
Page 48
Page 49
Page 50
Page 51
Page 52
Page 53
Page 54
Page 55
Page 56
Page 57
Page 58
Page 59
Page 60
Page 61
Page 62
Page 63
Page 64
Page 65
Page 66
Page 67
Page 68
Page 69
Page 70
Page 71
Page 72
Page 73
Page 74
Page 75
Page 76
Page 77
Page 78
Page 79
Page 80
Page 81
Page 82
Page 83
Page 84
Page 85
Page 86
Page 87
Page 88
Page 89
Page 90
Page 91
Page 92
Page 93
Page 94
Page 95
Page 96
Page 97
Page 98
Page 99
Page 100
Page 101
Page 102
Page 103
Page 104
Page 105
Page 106
Page 107
Page 108
Page 109
Page 110
Page 111
Page 112
Page 113
Page 114
Page 115
Page 116
Page 117
Page 118
Page 119
Page 120
Page 121
Page 122
Page 123
Page 124
Page 125
Page 126
Page 127
Page 128
Page 129
Page 130
Page 131
Page 132
Page 133
Page 134
Page 135
Page 136
Page 137
Page 138
Page 139
Page 140
Page 141
Page 142
Page 143
Page 144
Page 145
Page 146
Page 147
Page 148
Page 149
Page 150
Page 151
Page 152
Page 153
Page 154
Page 155
Page 156
Page 157
Page 158
Page 159
Page 160
Page 161
Page 162
Page 163
Page 164
Page 165
Page 166
Page 167
Page 168
Page 169
Page 170
Page 171
Page 172
Page 173
Page 174
Page 175
Page 176
Page 177
Page 178

x

Árbók Hins íslenzka fornleifafélags

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Árbók Hins íslenzka fornleifafélags
https://timarit.is/publication/97

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.