Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 29
NOKKRAR. KYNSLOÐIR KIRKNA
33
kirkja og klausturhús hafi frá fornu fari verið aðskilin frá býlinu sjálfu og
má geta sér þess til að slíkt fyrirkomulag hafi helgast af því að búskapur
hafi þegar verið til staðar á Munkaþverá þegar klausturlifnaður komst þar
á. Þessu til stuðnings má nefna nokkur atriði. I fyrsta lagi segir í Sturl-
ungu af mönnum sem áttu vopnaviðskipti á völlunum neðan við
Munkaþverá og ennfremur að aðrir menn hafi verið úti á bænum og tal-
að til hinna sem voru á völlunum niðri.84 I öðru lagi getur annálsfrásögn-
in af brunanum 1429 eingöngu um skaða á kirkju, klaustri og klerkum
en hvorki á vinnufólki né skepnum. I þriðja lagi má nefna í hvaða röð
úttektarmenn ganga í hús í Sigurðarregistri. Þ.e. fyrst í kirkjuna, þá í
klausturhús og síðast inn í þau hús sem tekið er fram að séu innan gátta
en þar er öH venjuleg bæjarhúsanöfn að finna, eins og skála, búr og
skemmu. Bendir þannig flest til þess að um aðskildar einingar klaustur-
og bæjarhúsa hafi verið að ræða en tæpast verður úr því skorið hvort
klausturhúsaþyrpingin hafi borið keim af klausturgarðsskipulagi eður ei.
Uttektir Munkaþverárklausturs á 18. öld eiga það a.m.k. sameiginlegt
reikningi staðarins í Sigurðarregistri, að klausturhús eru talin upp í einu
lagi en bæjarhús í öðru. Það að bæði klausturhús og kapítuli skuli hafa
verið endurbyggð eftir bruna, í svipaðri mynd og þau voru fyrir hann og
að þau skyldu einnig hafa haldið nöfnum sínum styrkir þá hugmynd
fremur en hitt að klausturhúsunum liafi verið svona fyrir komið meðan
klausturlifnaður var enn við lýði á staðnum.
Vegna staðsetningar í upptalningu Sigurðarregisturs, áður en hús „inn-
an gátta“ eru talin teljast suðurhús og mölunarkofi með hópi hinna eigin-
legu klausturhúsa í Sigurðarregistri. Kapítulinn er eina húsið með sama
nafni 1526 og á 18. öld en vegna legu skemmunnar suður af „klaustur-
húsi“ í úttektum 18. aldar, gefur það þeirri hugmynd undir fótinn að þar
sé mögulega um afkomanda suðurhússins í Sigurðarregistri að ræða. Ef
stærð klausturhússins á fyrri hluta 18. aldar á sér einhveija stoð í fyrri hús-
um sem þar hafa staðið væri hægt að hugsa sér að ábótastofa og skólabað-
stofa hafi verið undir sama þaki í svo stóru húsi, einungis hafi verið þiljað
á milli. Raunar telur Hörður Agústsson í umfjöUun sinni um klausturhús-
in á Munkaþverá að hugsanlegt sé að líta á ábótastofu 1526 og klaustur-
hús sem sama húsið þar sem í báðum sé svefnaðstaða.85 Það er þó vand-
kvæðurn bundið að finna húsheitum frá fyrri hluta 16. aldar stað í
byggingum sem uppi stóðu á 18. öld og verður þess ekki frekar freistað
hér.
Að lokum er rétt að bera saman þær upplýsingar sem hér á undan hafa
komið fram við uppdrátt þann sem Hörður Agústsson gerði af staðnum