Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Side 30
34
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
eftir að hafa rakið sig aftur á bak frá úttektum 19. aldar til 1721 (13.
mynd). Hann byggir þar greinilega á uppdrætti Jakobs J. Jónssonar og
virðist teikning Harðar vera í grófum dráttum samkvæm því sem hér er
fram komið, þ.e. klausturhúsin gegnt bæjardyrum sunnan við kirkju. Það
sem þó ber í milli er fyrst og fremst lega málstofunnar, en samkvæmt út-
tektunum hefur hún stefnuna norður-suður, ólíkt því sem birtist á teikn-
ingunni. Þá vekur það einnig furðu hvers vegna Hörður staðsetur mál-
stofu lengst upp við kirkjugarðsvegginn, þar sem kapítuli er samkvæmt
teikningu Jakobs. Allt eins líklegt er að málstofan sé sunnan megin
klausturhússins og gætu dyrnar á suðurhlið þess hafa legið til hennar.
Innri afþiljun klausturhússins virðist aftur á móti nálægt sannleikanum og
sýnir eina af þeim túlkunum sem hægt er að leggja í úttektarlýsinguna frá
1721.Vafinn snýr fyrst og fremst að vestasta hluta hússins.
Samanburður klausturhúsa við erlenda hefð
Víðast hvar í hinum kristna heimi þar sem menn byggja í stein, mynda
klausturhús ferning utan um garð, sunnan eða norðan kirkju. Slíkt fyrir-
komulag á rætur sínar að rekja allt aftur til 9. aldar, en þá reyndu Karl-
ungar að samræma helgisiði og efla klausturlíf í ríki sínu. Varð þá til
grunnmynd af eins konar fyrirmyndarklaustri og voru eftirmyndir þess
sendar víða um lönd svo menn gætu haft til viðmiðunar við klaustur-
byggingar. Einn slíkur uppdráttur hefur varðveist í klausturbókasafninu í
St. Gall í Sviss (14. mynd). Ekki er vitað til þess að nokkun tíma hafi
klaustur risið nákvæmlega eftir þessari fyrirmynd en ýmsir þættir hafa þó
verið teknir til greina æ síðan, ekki síst lega klausturhúsa. Er þar átt við
klausturbyggingar sem liggja í ferning umhverfis garð, oft með brunni í
miðju.
I hinni ferhyrndu húsaþyrpingu flestra klaustra er herbergjaskipan
með hefðbundnum hætti. Þar er iðulega að finna matstofu (refectorium),
svefnskála (dormitorium) sem þróaðist raunar með tímanum í að verða
stakir klefar fyrir hvern munk. Kapítuli (capitolium) var sá staður sem
munkar komu saman til lestrar og samveru en málstofa (parlatorium) var
yfirleitt eina upphitaða rýmið í þyrpingunni. Þá var sérstakt ábótahús
hluti af þyrpingunni og einnig voru eldhús og vínkjallari iðulega á staðn-
um.86
Höfum nú þetta í huga þegar við lítum á nöfn þeirra klausturhúsa sem
fram hafa konrið á Munkaþverá. I heimildum frá því fyrir 1500 ber
ábótastofu oftast á góma en einnig er minnst á munkastofu. I kirkju-
reikningnum frá því um eða eftir 1526 bætast svo kapítuli, mölunarkofi,