Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 33
NOKKRAR KYNSLÓÐIR KIRKNA
37
glæðist aftur á móti mjög á fyrri hluta 16. aldar og svo aftur í lok 17. ald-
ar.
Upplýsingar i Sigurðarregistri gefa tilefni til að álíta að um og eftir
1526 hafi klausturkirkjan verið krosskirkja, ríkulega búin að innan. End-
urskin þessa glæsileika er að nokkru leyti að sjá í tveimur næstu kynslóð-
um kirkjubygginga, þ.e. þeirri kirkju sem birtist í heimildum undir lok
17. aldar og hinnar sem stóð fáa áratugi á fyrri hluta 18. aldar. Þetta end-
urskin klausturkirkjunnar síðustu er þó ef til vill skýrara í innanbúnaði
og innréttingum þessara kirkna, og teygir sig að öllum líkindum nokkru
lengra eða inn í kirkjuna sem stóð á síðari hluta 18. aldar og fyrri hluta
19. aldar.
Það sama á við um klausturhúsin á Munkaþverá og um kirkjuna sjálfa.
Heinrildir veita takmarkaða vitneskju framan af en með fyrsta hluta Sig-
urðarregisturs batnar staðan til muna og sú heimild vitnar um 5 hús af
klausturlegu tagi. Engar heimildir eru um húsin á seinni hluta sextándu
aldar og á fyrri hluta 17. aldar en frá 18. öld er til fjöldi úttekta. Alitamál
er um fjölda eiginlegra klausturhúsa í allt en hús með nöfnunum mál-
stofa, kapítuli og klausturhús eru fyrir víst uppi standandi á þriðja áratugi
18. aldar.
Næsta víst er að klausturhúsin hafi staðið sunnan við kirkjuna en ekki
er hægt að segja með vissu til um legu þeirra fýrr en á 18. öld þegar allt
bendir til þess að þyrpingin hafi staðið gegnt bænum sunnan við kirkju.
Þá höfðu kapítuli og klausturhús ásamt skenrmu sömu stefnu og kirkjan,
þ.e. austur-vestur en málstofan sneri aftur á móti þvert á stefnu hinna,
þ.e. norður-suður.
Heimildir benda til þess að húsakostur Munkaþverárklausturs hafi ver-
ið gerður með íslenskum hætti en lag kirkju og nöfn klausturhúsa voru
að nokkru marki í samræmi við almenna hefð Benediktínaklaustra á
meginlandinu.
TILVÍSANIR
1 Þessi umfjöllun um kirkju og klausturhús á Munkaþverá er að stofni til B.A. ritgerð
höfundar sem lokið var í febrúar 1995 undir leiðsögn Sveinbjarnar Rafnssonar pró-
fessors. Herði Agústssyni eru færðar sérstakar þakkir fyrir yfirlestur og faglega ráðgjöf,
auk þess Arna Svani Daníelssyni og Gunnari Harðarsyni fyrir yfirlestur og góðar
ábendingar.
2 Islandske Annaler, 115, 253 og 322.
3 Islandske Annaler, 474.
4 Islenskt fornbréfasafn V, 303.
5 Sturlunga II, 197.