Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 39
MARÍA KAREN SIGURÐARDÓTTIR
AÐ KOMA FORTIÐ TIL FFLAMTIÐAR
- um varðveislu Ijósmyndaefnis
Inngangur
Þann 19. ágúst árið 1839 kunngjörðu Frakkar nýja uppfinningu; það var
ljósmynd Louis-Jacues-Mandé Daguerre, og varð einum viðstaddra svo
um að hann æpti agndofa uppfyrir sig að málaralistin væri dauð. Og það
fór reyndar svo að margir portrettmálarar lögðu upp laupana og sneru sér
að ljósmyndun eða fengu vinnu við að retússera og handmála ofan í ljós-
myndir. Þessi fyrsta gerð ljósmyndarinnar er nefnd eftir Daguerre sjálfum
og hafði hann unnið að henni frá 1826. Síðan eru liðin rúm 170 ár. Ljós-
myndun er því ekki gömul, sé til dæmis tekin mið af málaralistinni sem
dó ekki eins og spáð var, en þó hefur töluvert vatn runnið til sjávar frá
ágústdeginum árið 1839. Ljósmyndin hefur þróast frá silfurhúðuðu kop-
arplötu Daguerres til nútíma ljósinyndar, sem er negatíva á plastfilmu
(filma) og pósitíva á pappír (ljósmynd). En jafn ólíkar og þessar tvær teg-
undir eru, þá eiga þær ákveðna efnafræðilega uppbyggingu sameiginlega,
ákveðnir grunnþættir gera þær báðar að ljósmynd. Sama gildir um allar
þær tegundir sem fram hafa komið frá dögum Daguerres.
Hér á eftir mun ég útskýra grunnþætti er varða sögu og uppbyggingu
negatívunnar, en síðan segi ég í stuttu máli frá niðurstöðum rannsókna
minna á safni Jóns Kaldals og bendi á hvaða skemmdir séu algengar,
liversu alvarlegar þær eru og svo framvegis. Einnig mun ég benda á
hversvegna ljósmyndaefni skemmist, hvernig hægt sé að bregðast við
mismunandi skemmdum og síðast en ekki síst; hvernig er hægt að koma
í veg fyrir skennndir og varðveita þann fjarsjóð sem við eigum til. Grein-
in er unnin uppúr lokaritgerð minni frá Det Kongelige Danske Kun-
stakademi-Konservatorskolen, en hún er urn ljósmyndasafn ljósmyndar-
ans Jóns Kaldals. Verkefnið var unnið á vorönn 1995 á Þjóðminjasafni
Islands og Ljósmyndasafni Reykjavíkurborgar.