Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 40
44
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
FYRRIHLUTI
Hvað er negatíva?
Negatíva er mynd á pappír, glerplötu eða plastfilmu. Hún er bæði spegil-
mynd og andstæða pósitívu (ljósmyndar), með öðrum orðum: það sem er
dökkt á negatívu er ljóst á pósitívu og það sem er ljóst á negatívu er
dökkt á pósitívu.
Negatíva er búin til úr varnarhimnu (beskyttelseslag), enrúlsjón
(emulsion), límhimnu (hæftelag), grunnefni (base), ljósjafnara (antihaler-
ingslag) og afvinduefni (antikrollag).
Varnarhimnan er úr hertu gelatíni, sem verndar emúlsjónina gegn utan-
aðkomandi skemmdum; notuð frá því um 1920.
Emúlsjónin er búin til úr bindiefni og ljósnæmu efni. Ljósnæma efnið
(nryndsilfrið) er nreðal annars unnið úr silfursöltum, en þau tilheyra
flokki svokallaðra halógena, senr í þessu tilfelli eru klóðíð(Cl), brónr-
íð(Br) og joðíð(I) í nrismunandi magni og blöndum. Akveðið ferli efna
verður til þess að bindiefnin hjálpa til við að auka ljósnæmi emúlsjónar-
innar. Bindiefni þessi eru albúmín, kollódíunr og gelatín.
Bindiefnið albúmín var notað á tínrabilinu 1850 til 1890 og þá aðal-
lega í pósitívur. Albúmín er frekar viðkvænrt efni, og þá sérstaklega fyrir
örverunr. Það er búið til úr eggjahvítum, enda var það svo að nreð til-
komu albúnrínnrynda jókst eftirspurn verulega eftir eggjum og þar nreð
vænkaðist hagur eggjabænda. Reyndar hafði ljósnryndaiðnaðurinn ekki
1. mynd. Samsetning negatívu.