Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 47
AÐ KOMA FORTIÐ TIL FRAMTIÐAR
51
sókn gerð á bókasöfnum í Englandi sýnir þetta svart á hvítu. Þar voru
eintök úr sama prentaða upplagi bornin saman. I ljós kom að bækurnar í
borgunum voru næstum ónýtar á meðan bækurnar á landsbyggðinni
voru í góðu ásigkomulagi. Vert er að taka það fram að hér er ekki verið
að tala um slit vegna mismikillar notkunar. Einnig kom í ljós að pappír í
bókum á iðnaðarsvæðum var mun súrari en annarstaðar. Skemmdirnar
voru greinilega mestar þar sem andrúmsloftið átti greiðan aðgang að
pappírnum, það er að segja á jöðrum blaðsíðna, en aftur á móti var miðja
þeirra sýruminni.
Örverur og meindýr
Örverur, sveppir og skordýr þrífast best í heitu og röku lofti, með öðrum
orðum yfir 24 gráðum og 60 prósent raka. Þegar loftrakinn er konúnn
yfir 60 prósent fjölgar þeim ört og eftir því sem rakinn er hærri, því
meiri og hraðari verðir fjölgunin. Sé rakinn of mikill er hætta á að örver-
ur, sveppagróður og skordýr láti til sín taka, því þessháttar ófognuður
þrífst best í röku lofti.
Nú þegar er vitað af 300 tegundum sveppagróðurs og örvera og að
auki 140 ættkvíslum sem lifa eingöngu á pappír Þessi ófögnuður er all-
staðar í kringum okkur en hann fjölgar sér þegar rakastigið er komið yfir
60 prósent. Sveppasýktur pappír er blettóttur og jafnvel mislitur. Þannig
er að þessi ófögnuður ræðst fyrst og fremst á bindiefnin svo sem gelatínið
og stívelsið og því næst á pappírstrefjarnar. Emúlsíónin á ljósmyndaefninu
inniheldur gelatín sem er mjög viðkvæmt fýrir örverum, en þeim þykir
geltín hið mesta lostæti.
Ryklús, bókalús öðru nafni, lifir fyrst og fremst á myglusveppum sem
getur myndast á ljósmyndaefni þegar rakinn er komin yfir 75 prósent.
Silfurskottur lifa einnig í miklum raka og éta pappír, myglu, sveppi, sykur
og veggfóðurslím.Til eru mýmörg dæmi þess að meindýr éti pappír, svo
ekki sé minnst á mýsnar.
Vert er að taka fram, að þó rakastig hér á landi sé yfirleitt lægra en ger-
ist og gengur erlendis, geta ýmsar séraðstæður aukið á rakann, svo sem:
staðsetning geymslunnar, ástand húsnæðis, vatnsleki, of mikil vatnsnotkun
vð ræstingar og svo framvegis.
Niðurstöður
Þegar varðveita skal Ijósmyndaefni skal fyrst og fremst hafa eftirfarandi í
huga:
- Meðhöndlun.