Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 48
52
ÁRBÓK FORNLEIFAFÉLAGSINS
- Geymsluaðstæður (hiti, raki og birtuskilyrði.)
- Umbúðir.
- Innréttingar.
Ef þetta fernt er í lagi þá er bæði hægt að varna og koma í veg fyrir
skemmdir.
Skyndihjálp
Mikil eyðilegging getur orðið af völdum bruna og vatns. Um leið og
hlutur hefur orðið eldi að bráð er hann glataður. Hægt er að bjarga ljós-
myndaefni úr vatnstjóni, ef það hefur ekki legið of lengi í vatninu eða
náð að þorna áður en slysið uppgötvast.
Til að hafa allan vara á eiga geymslur að vera eldtraustar með eldvarn-
arhurð; innréttingar úr viðurkenndum eldtraustum efnum; brunaboðar,
reykskynjarar, vatnsskynjarar og duftslökkvitæki eru nauðsynleg öryggis-
tæki í geymslum. Ekkert efni má snerta gólfflötinn, hillur eiga að vera 5
til 10 sentimetra frá gólfi og geymslur eiga ekki strangt til tekið að vera í
kjallara.
Það veltur á tegund ljósmyndaefnisins hvort hægt sé að bjarga því, hafi
það legið lengi í vatni. Kollódíum negatívur, (svokallaðar votar plötur)
eru afar viðkvæmar fyrir bleytu og rannsóknir hafa leitt í ljós að þær þola
ekki frost, meðan til dæmis albúmínpósitívur þola þetta tvennt. Vegna
þessa er best að geyma kollódíum negatívur í eldtraustum skáp, ef slíkur
er ekki til staðar skal geyrna þær í efstu hillu. Allt sérstakt verðmæti á að
geyma í öryggisgeymslum.
Efstórslys ber að höndum skal hafa eftifarandi í huga:
- Bjarga hlutunum strax úr vatninu.
- Byrja á að bjarga pósitívum (ljósmyndum), því þær þola síður vatn
en negatívur.
- Setja pósitívur í frysti, til að korna í veg fyrir frekari skemmdir.
- Síðan: bjarga öðru efni og setja í frysti, nema kollódíum negatívur
því þær þola ekki frost.
- Að lokum skal setja allt efnið í frostþurrkun.
SEINNIHLUTI
Uttekt á geymsluaðstœðum
Einn liður í að gera sér grein fyrir ástandi ljósmyndasafns Kaldals var að