Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Page 51
AÐ KOMA FORTÍÐTIL FRAMTÍÐAR
55
Niðurstöður skráninga á skemmdum
Tegund skemmda fjöldi prósenta
Silfurútfelling 1960 70,6
Súlfíðskennnd 501 18,0
Upplitun 8 0,3
Ytri skemmd 646 24,8
Brotin plata 72 1,1
Án skemmda 27 14,8
/ Alyktanir
Eins og niðurstöður skráninga á skemmdum sýna eru silfurútfellingar um
70 prósent. Einn helsti sökudólgurinn á bak við svo hátt hlutfall er sá, að
ljósmyndaefnið var geymt í öskjum úr súrum pappír. Mjög algengt var að
efsta og neðsta glerplata í kassa væri silfurútfelld, sérstaklega þegar emúl-
sjónhliðin snéri að pappírnum. Nauðsynlegt er því að skipta um umbúð-
ir á öllu safninu og setja í sýrulaus umslög.
Súlfíðskemmdir eru um 18 prósent. Einnig hér hafa slæmar umbúðir
spilað inní. Onnur orsök súlfíðskemmda eru vegna óvandaðra vinnu-
bragða í myrkraherbergjum; þegar ekki er framkallað, fixerað eða skolað
nógu lengi, eða skipt um vökva með jöfnu millibili. Hluti skemmdanna
er í formi bletta vegna efna sem slest hafa á negatívurnar. Eg tók eftir að
ef þijár negatívur voru af sömu manneskjunni voru tvær þeirra skemmd-
ar en ein heil, eða sú sem ljósmyndarinn hefur notað (hún var retúss-
eruð). Af þessu má draga þá ályktun að Jón Kaldal hefur ákveðið á með-
an á framkölluninni stóð hvaða mynd hann ætlaði að nota og því ekki
sinnt hinum eins vel. En í stað þess að henda hefur hann haldið upp á
þær og sett í öskju með þeirri sem kópíerað var eftir.
Innan við 1 prósent af safninu er upplitað. Upplitanir eru oft afleið-
ingar súlfíðskemmda, sem segja mér það, að ef ekki verður skipt um um-
búðir halda negatívurnar áfrarn að upplitast, og hverfa að lokum alveg.
Ytri skemmdir eru tæplega 25 prósent af safninu. I þessum flokki eru
glerplötur með rispaðri emúlsjón, pappír sem situr fastur á emúlsjóninni
og för sem benda til þess að plöturnar hafa límst saman. Rispuð emúlsjón
er vegna slæmrar meðhöndlunar, en aðrar skemmdir eru aðalega sökum
brunans. Bæði höfðu filmurnar skemmst af hitanum og vatninu. Vegna
vatnsins þandist emúlsjónin út og þegar hún þornaði límdust glerplöt-
urnar saman, enda voru víða for á jöðrurn þeirra. Sömuleiðis hafa perga-