Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Blaðsíða 53
AÐ KOMA FORTÍÐ TIL FRAMTÍÐAR
57
en um helgar. Þetta bendir til þess að hurðin að geymslunni haíi oft verið
opin. Eftir samanburð á loftslagi úti og inni kemur í ljós að útiloftslag
hefur lítil sem engin áhrif á loftslagið í geymslunni.
Mælingar á ljósmagni voru á bilinu 0,5 til 4000 lux, en mesta ljós—
magn mældist við glugga í vestur mót sólu. Uttjólublátt ljós mældist á
bilinu 200 til 400 microWatt/Lumen.
Geymsluaðstœðnr á Ljósmyndasafninu
Myndageymsla Ljósmyndasafnsins er 30,5 fermetrar, hún er á annarri
hæð í miðju hússins, og því gluggalaus. Geymslan er sérsmíðuð úr eld-
traustu efni.
Mælingar á Ljósmyndasafninu gefa til kynna að loftslagið sé viðun-
andi. Rakastigið er á milli 20 og 30 prósent sem er mjög gott, og hita-
stigið á milli 15 og 20 gráða. Þrátt fyrir að geymslan sé í miðju hússins,
kom í ljós að loftslagið úti hafði greinileg áhrif; skýringin var sú að
stokkur fyrir loftræstikerfi í geymslunni lá í gegnum aðliggjandi herbergi
og þaðan út á gafl. Þar af leiðandi átti loftið greiðan aðgang inn í geymsl-
una.
Ljósmagn og útfjólublátt Ijós var ekki mælt í geymslunni, enda er hún
gluggalaus og ljósrofi í hurð stuðlar að því, að einungis logar í stuttan
tíma í senn.
Niðurstöður og ályktanir um geymslur
1 myndadeild Þjóðminjasafns eru hita- og rakastig yfir höfuð nokkuð
gott, það er nokkuð stöðugt miðað við aðstæður; útiloftslag virðist ekki
hafa mikil áhrif. Ljósmagn er aftur á móti mjög mikið, og útfjólublátt ljós
líka, svo mikið að það skaðar ljósmyndaefnið. Þegar svona háttar verður
að byrgja vel glugga. Þess má geta að starfsfólk myndadeildar Þjóðminja-
safns hefur unnið ötullega að úrbótum í varðveislumálum.
Niðurstöður mæhnga í geymslu Ljósmyndasafns Reykjavíkurborgar sýna
að hita- og rakastig er svo að segja kjörið, og loftslagssveiflur frekar litlar,
enda er geymslan í miðju hússins. En greina má að útiloftslag hefur áhrif
í geymslunni.Vítavert má teljast, að koma upp góðri geymslu og vel ein-
angraðri en draga síðan úr ávinningnum með því að greiða útiloftinu
leið gegnum stokk fyrir loftræstikerfi. Þegar þessi orð eru skrifuð er
byrjað á úrbótum í varðveislumálum á Ljósmyndasafni Reykjavíkurborg-
ar.