Árbók Hins íslenzka fornleifafélags - 01.01.1996, Side 55
AÐ KOMA FORTÍÐTIL FRAMTÍÐAR
59
hjálpar ljósmyndaefni að venjast loftslagsbreytingum smám saman, en
snöggar breytingar hafa áhrif á endinguna. Skv. útreikningum sem gerðir
hafa verið má búast við að ljósmyndir, sem geymdar eru við 21°C og
50% raka, byiji að skemmast eftir 1 ár. En séu þær geymdar við -20°C og
21% raka, endast þær í 690 ár! Ef ljósmyndir sem geymdar eru við þessar
aðstæður (-21°C og 21% raka) eru teknar úr geymslu í 2 daga á ári,
endast þær í 145 ár. En séu þær teknar úr geymslu í 30 daga á ári hrapar
endingin niður í 12 ár.
Geyma skal nítrat-, dí-acetat- og kollódíumnegatívur í sér geymslu,
því þær gefa frá sér skaðleg efni sem eyðileggja annað ljósmyndaefni.
Geymslan verður að vera loftræst til að forðast að hún breytist í gasklefa.
Lokaorð
Til að varðveita ljósmyndaefni þarf fyrst og fremst að skipta á súrum um-
búðum og sýrulausum, enda á efnið sem liggur næst ljósmyndaefninu að
vernda það en ekki eyðileggja. Best er að byija á að gera 5 til 10 ára
varðveisluáætlun, bæði hvað varðar fjárhag og framkvæmdir. Fyrst skal
huga að almennri umgengni. Það kostar ekki neitt og kæruleysi er ekkert
annað en hægvirk skemmdarstarfsemi. Alger nauðsyn er að skipta á súr-
um umbúðum og sýrulausum, bæði hvað varðar umslög og hirslur. Það
þarf ekki að gerast á einum degi, en má heldur ekki dragast lengi. Þá er
nauðsynlegt að aðskilja nítrat-, acetat- og kollódíumnegatívur frá öðru
ljósmyndaefni. Að lokum skal huga að ytri aðbúnaði svo sem húsnæði,
öryggiskerfi og fleira. Ahrifaríkasta sparnaðarleiðin er að koma í veg fýrir
skemmdir.
Að lokum: Það er skylda okkar að varðveita menningarverðmæti sem
við höfum erft frá gengnum kynslóðum, og koma þeim ósködduðum til
komandi kynslóða. Svo einfalt er það.
HELSTU RIT SEM STUÐSTVARVIÐ:
Ansel Adams.The negative, Library of Congress Cataloging in Publication Data, Canada,
1989.
Eastman Kodak Conrpany. Conservation of photographs, Library of Congress Catalog
Card No. 84-80244, Rochester, U.S.A., 1985.
Roger Erlandsen og Káre Olsen. Fotobevaringsboka, C. Huitfeldt Forlag A.S. Oslo, 1988.
Jan Garff og Morten Lundbæk. Bevaringshándbogen, Christians Ejlers’ Forlag, Koben-
havn, 1986.
Helmut and Alison Gernsheim. The history of photography, Thantes and Hudson,
London, 1969.